Eldfimt leyndarmál
The Secrets She Keeps
Ástralskir spennuþættir. Meghan er vinsæll áhrifavaldur á samfélagsmiðlum en Agatha vinafár hilluraðari í stórmarkaði. Þær eiga fátt sameiginlegt annað en eitt eldfimt leyndarmál sem gæti steypt allri þeirra tilveru í glötun og að vera báðar komnar á steypirinn. Þegar þær hittast fyrir tilviljun fer af stað atburðarás með ófyrirséðum afleiðingum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.