Einn daginn
Der kommer en dag
Dönsk kvikmynd frá 2016 sem segir frá bræðrunum Elmer og Erik sem eru sendir á drengjaheimili á sjöunda áratugnum. Þar búa þeir við bágar aðstæður og sæta harðræði af hendi forstöðumannsins Frederik Heck. Bræðurnir reyna að láta lítið fyrir sér fara en koma sér þrátt fyrir það iðulega í vandræði. Að lokum fá þeir sig fullsadda og með ímyndunaraflið og lífsviljann að vopni hefja þær baráttu gegn harðstjórn Hecks. Leikstjóri: Jesper W. Nielsen. Aðalhlutverk: Lars Mikkelsen, Sofie Gråbøl, Harald Kaiser Hermann og Albert Rudbeck Lindhardt. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.