Dýragarðsbörnin
Wir Kinder vom Bahnhof Zoo
Þýsk þáttaröð í átta þáttum byggð á endurminningum Christiane F. Hin heimsfræga saga um Dýragarðsbörnin segir frá táningsstúlkunni Christiane og vinum hennar í Berlín á áttunda áratugnum. Öll eiga þau sínar vonir og væntingar en lífið tekur harkalegan kúrs til hins verra þegar þau leiðast eitt af öðru í eiturlyfjaneyslu og vændi. Aðalhlutverk: Jana McKinnon, Lea Drinda, Michelangelo Fortuzzi og Lena Urzendowsky. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.