Djúpið
Íslensk mynd frá 2012 um baráttu fámennrar áhafnar fyrir lífi sínu eftir að bátur hennar sekkur undan ströndum Vestmannaeyja á köldu vetrarkvöldi 1984. Nokkrir bátsverjar komust á kjöl, en aðeins einum tókst að bjarga sér með því að synda fimm kílómetra í ísköldum sjónum í sex klukkutíma. Myndin er innblásin af einstæðu þrekvirki Guðlaugs Friðþjófssonar, sem eftir að hafa synt til lands þurfti að ganga langan veg um stórgrýtt hraun áður en hann náði til byggða. Þolraun Guðlaugs vakti heimsathygli og varð vísindamönnum ráðgáta. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur.