Diddú

Diddú

Upptaka frá afmælistónleikum Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddúar, sem fram fóru í Hörpu 13. september sl. Hér fer Diddú yfir farsælan feril sinn í tveimur þáttum. Í fyrri þættinum syngur hún kærkomin lög og aríur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í síðari þættinum vendir hún kvæði sínu í kross og stígur á svið með Spilverki þjóðanna. Ásamt Diddú koma fram þau Egill Ólafson, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla Garðarsson, Ragnhildur Gísladóttir, Björgvin Halldórsson og Páll Óskar Hjálmtýrsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.