Dagur íslenskrar tónlistar

Dagur íslenskrar tónlistar

Bein útsending frá viðburði í Iðnó við tjörnina í tilefni af degi íslenskrar tónlistar í dag, 1. desember. Velunnurum íslenskrar tónlistar verða veittar viðurkenningar og fluttar verða þrjár íslenskar dægurperlur sem verða í forgrunni þennan dag. Stjórn útsendingar: Sturla Hólm. Framleiðsla: RÚV í samstarfi við Íslensku tónlistarverðlaunin.