Dagbók smákrimma
Måste Gitt
Sænskir gamanþættir um smákrimmann Metin Turkoglo sem er þekktur í úthverfum Stokkhólms fyrir klúðurslega glæpi. Hann er laus úr fangelsi og verður að finna sér vinnu til að koma lífi sínu á réttan kjöl. Það er hrein ráðgáta hvernig Metin tekst alltaf að snúa lífi sínu á hvolf. Fylgst er með lífi Metin heima, í „vinnunni“ og með félögunum þar sem hann reynir að bjarga sér úr alls konar vandræðum. Aðalhlutverk: Can Demirtas. Leikstjórar: Abbe Hassan og Ivica Zubak. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.