Börnin í Ólátagarði

Börnin í Ólátagarði

Kvikmynd byggð á sögu Astrid Lindgren um börnin í Ólátagarði. Í Ólátagarði eru þrír bæir, Norðurbærinn, Miðbærinn og Suðurbærinn. Á þessum bæjum búa sex börn. Þau leika sér saman alla daga auk þess fara saman í skólann og hjálpa til á bæjunum. Lífið í Ólátagarði er fjörugt og ævintýralegt. Myndin er talsett á íslensku.