Börnin í Ólátagarði II

Börnin í Ólátagarði II

Önnur myndin um fjörugu börnin í Ólátagarði. Í litla sveitaþorpinu í Smálöndunum í Svíþjóð eru þrír bæir. Í Miðbænum búa Lísa og bræður hennar, Lassi og Bjössi. Í Norðurbænum búa systurnar Berta og Anna. Og í Suðurbænum býr Olli. Já, og líka hún Kristín, litla systir hans. Fleiri börn búa ekki í Ólátagarði, en þessi duga. Myndin er byggð á sögu Astrid Lindgren.