Bólusetningar - Já takk!
Í nýjustu fræðslumynd UNICEF-Hreyfingarinnar fræðumst við um sögu og mikilvægi bólusetninga fyrir börn. Ævar vísindamaður fær hjálp frá Þórólfi sóttvarnarlækni og Nadíu Lóu, formanni Ungmennaráð UNICEF á Íslandi, til að ræða þetta áhugaverða málefni.
Fram komu: Ævar Þór Benediktsson, Þórólfur Guðnason, Oddný Þorsteinsdóttir og Nadía Lóa Atladóttir.