Billie

Billie

Bresk heimildarmynd frá 2019 um djasssöngkonuna Billie Holiday, sem er í hópi ástsælustu og virtustu tónlistarmanna 20. aldarinnar. Myndin byggir á viðtölum við fjölskyldu Billie, tónlistarmenn og samferðafólk hennar sem hljóðrituð voru á áttunda áratugnum fyrir bók sem aldrei kom út. Leikstjóri: James Erskine.