Baráttan - 100 ára saga Stúdentaráðs

Baráttan - 100 ára saga Stúdentaráðs

Hagsmunabarátta stúdenta hefur sett sterkan svip á samfélagið í heild sinni frá því stúdentar gengu fyrst til Stúdentaráðskosninga í desember 1920. Baráttan er fjögurra þátta sería í tilefni aldarafmælis Stúdentaráðs Háskóla Íslands, þar sem farið er yfir merka áfanga í baráttunni og viðtöl tekin við áhrifafólk innan og utan ráðsins.