Baptiste
Baptiste II
Bresk spennuþáttaröð frá 2021. Önnur röðin af spennuþáttunum um rannsóknarlögreglumanninn Julien Baptiste. Í þetta sinn fer hann til Ungverjalands til að aðstoða breska sendiherrann þegar fjölskyldu hennar er rænt þar í landi. Aðalhlutverk: Tchéky Karyo, Fiona Shaw, Stuart Campbell og Miklos Béres. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.