Bannað að vera fáviti
Einu sinni á ári fyllist hinn annars rólegi bær, Neskaupstaður, af þungarokkurum sem mæta á Eistnaflug, einu hreinræktuðu þungarokkshátíð landsins. Þó að hátíðin sé lítil á alþjóðlega vísu hafa margar af stæstu þungarokkssveitum heims spilað fyrir gesti hátíðarinnar. Við kynnumst íbúum Neskaupstaðar og sjáum hvernig bærinn umbreytist þegar hann fyllist af hátíðargestum. Einnig er farið yfir sögu Eistnaflugs, en hátíðin fagnaði 10 ára afmæli á síðasta ári. Framleitt af Sigga Jenssyni og Hark Kvikmyndagerð.