Arfur Picassos
Picasso, The Legacy
Heimildarmynd um líf og list myndlistarmannsins Pablos Picassos sem gefur einstaka innsýn í fjölskyldulíf Picassos með viðtölum við ættingja og vini listamannsins. Myndin varpar ljósi á eitt lengsta og flóknasta réttindamál listaheimsins sem hófst þegar erfingjum Picassos var gert að skipta eignum hans eftir andlát listamannsins árið 1973. Leikstjórn: Hugues Nancy og Olivier Picasso.