Alla leið

Alla leið

Lögin sem valin voru til þátttöku í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður í Rotterdam í Hollandi í ár, skoðuð frá öllum hliðum. Fastir álitsgjafar eru þessu sinni þau Helga Möller og Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórnandi þáttarins er Felix Bergsson og hann veltir sér upp úr Eurovision-stemmningunni í nútíð og fortíð með álitsgjöfunum og fleiri góðum gestum. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson. Framleiðsla: RÚV.