Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Bein útsending frá aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem verk eftir Vivaldi, Händel og Mozart verða flutt. Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópransöngkona þreytir frumraun sína með hljómsveitinni og hjónin Vera Panitch og Páll Palomares leika fjörugan konsert fyrir tvær fiðlur eftir Vivaldi. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason.