

Hinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.

Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.

Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.

Vinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.

Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.

Ómar Ragnarssonar skoðar náttúru og mannlíf við efri hluta Jökulsár á Brú, þar sem glíma fólksins við þetta straumharðasta og gruggugasta vatnsfall landsins hefur markað líf þess og kostað mannfórnir. Þáttur frá 1997. Dagskrárgerð: Ómar Ragnarsson.

Bein útsending frá hátíðarstund á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Halla Tómasdóttir forseti ávarpar þjóðina og fjallkonan flytur ljóð.

Heimildarmynd frá 1999 um Þingvallavatn, Þingvelli, sögu og umhverfi. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Átök Ísrael og Íran hafa stigmagnast frá því að Ísrael hóf sprengjuárásir á Teheran á föstudag. Hundruð liggja í valnum og á annað þúsund hafa særst hingað til - en stjórnvöld beggja ríkja hóta aukinni hörku. Verður hægt að draga úr spennunni eða fer allt í bál og brand? Kastljós fer yfir stöðuna með Erlingi Erlingssyni, hernaðarsagnfræðingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræðir við okkur í beinu framhaldi.
Heimildarþáttur þar sem saga fjallkonunnar, þjóðartákngervings Íslands, er skoðuð. Hún stígur á stokk og ávarpar fjöldann ár hvert á þjóðhátíðardegi Íslendinga en hver er hún þessi fjallkona, hvaðan kemur hugmyndin um hana og hvaða þýðingu hefur hún fyrir land og þjóð? Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson og Viktoría Hermannsdóttir.
Svipmyndir af Reykjavík sem Loftur Guðmundsson tók á lýðveldisárinu 1944. Farið er aftur í tímann og fylgst með lífi og uppbyggingu í bæ sem er að breytast í borg. Örar breytingar áttu sér stað og hin mikla fólksfjölgun í Reykjavík kallaði á gríðarlegar framkvæmdir. Gatnagerð og nýbyggingar setja sinn svip á myndina, en einnig börn að leik, sótarar, skátar og sundgarpar. Kvikmyndasafn Íslands setti myndina saman úr tökum Lofts og skannaði hana í góðum gæðum. Loftur náði aldrei að frumsýna myndina sjálfur.
Ferðaþættir þar sem leikarinn Örn Árnason bregður sér í hlutverk leiðsögumanns og ferðast um áhugaverða staði við þjóðveginn eða örskammt frá. Frikki Frikk, tökumaður og ljósmyndari, er fylgdarsveinn Arnar í þessum ferðum og saman sýna þeir fram á að stundum er óþarfi að leita langt yfir skammt. Léttir þættir þar sem fjallað er um náttúru, sögu og menningu.
Í þættinum heimsækjum við Jónasarlund á Laugarvatni, kíkjum í Skálholt og spáum í siðaskiptin. Einnig skoðum við konungssteina á Geysi.
Þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar þar sem saga Siglufjarðar er rakin. Bærinn var lengi utan alfaraleiðar en vegna mikils uppgangs á 20. öld varð hann þungamiðja síldveiða sem um skeið voru arðvænlegasta atvinnugrein á Íslandi. Í þáttunum er einnig sagt frá skemmtanalífi, rómantík, slagsmálum, tónlist, skíðaiðkun og einstökum bæjarbrag. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í lokaþætti segir frá síldarleysisárunum og áfalli sem Siglufjörður varð fyrir í kjölfar þess, auk áhrifa síldarhvarfsins á þjóðarhag. Einnig fjallað um upprisu samfélagsins og endurnýjun lífdaga með tilkomu nýrra atvinnuvega.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þættinum fjöllum við um konungsheimsóknir til Íslands og kvikmyndir af þeim og síðar heimsóknir forseta Íslands í ýmis byggðarlög. Við sjáum hvernig hefðir sköpuðust í kringum þessar heimsóknir þjóðhöfðingja og ekki síst hvernig forsetaembættið nýja var túlkað í kvikmyndum.

Heimildamynd um haförninn eftir Magnús Magnússon. Myndin er frá 1996. Framleiðandi: Emmson film.


Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Halla Tómasdóttir forseti flytur ávarp.

Ein ástsælasta gamanmynd íslenskrar kvikmyndasögu. Hljómsveitirnar Stuðmenn og Gærurnar (Grýlurnar) ferðast um landið og keppa um frægð og frama á milli þess sem ástir og afbrýðisköst setja strik í reikninginn. Myndin er í bættum hljóð og myndgæðum. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson.

Upptaka frá 30 ára afmælistónleikum Stjórnarinnar í Háskólabíói haustið 2018 þar sem hljómsveitin lék öll sín vinsælustu lög. Stjórnina skipa Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmundsson og Sigfús Óttarsson. Dagskrárgerð: Gísli Berg.

Íslensk kvikmynd í leikstjórn Gríms Hákonarsonar. Myndin gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, kúabónda á miðjum aldri, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Aðalhlutverk: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson.

Bein útsending frá hátíðarstund á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Halla Tómasdóttir forseti ávarpar þjóðina og fjallkonan flytur ljóð.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Halla Tómasdóttir forseti flytur ávarp.

An Icelandic drama/comedy film from 2019 about a recently widowed farmer who starts an anti-corruption campaign in her local community. Director: Grímur Hákonarson. Main cast: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigurjónsson and Sveinn Ólafur Gunnarsson.