
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Fjölskyldumynd byggð á samnefndri metsölubók eftir Gunnar Helgason. Hinn tíu ára gamli Jón Jónsson keppir með liði sínu, Fálkum, á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn. Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson. Aðalhlutverk: Lúkas Emil Johansen, Viktor Benóný Benediktsson, Ísey Heiðarsdóttir, Róbert Luu, Jóhann G. Jóhannsson og Óli Gunnar Gunnarsson.
Heimildarmynd um skóga á Íslandi í aldanna rás, allt frá því fyrir landnám og til dagsins í dag. Fjallað er um áhrif landnáms, járnvinnslu og skepnuhald á skóga landsins, upphaf skógræktar á Íslandi og gróðursetningu trjáa nú á dögum til að sporna gegn hamfarahlýnun. Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. Framleiðsla: Gjóla.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Sífellt fleiri konur fá fæðingarþunglyndi og konur nota kvíða- og þunglyndislyf í auknum mæli á meðgöngu og fyrstu mánuðunum í lífi barnsins. Fæðingarþunglyndi er mjög misjafnt og misalvarlegt. Elín Ásbjarnardóttir heimspekingur er Gestur Kastljós en hún hefur rannsakað líðan kvenna í kjölfar barnsburðar og umbreytingunni sem fylgir því að verða móðir. Við heyrum einnig sögu Hafdísar Evu Árnadóttur sem fékk fæðingarþunglyndi í kjölfar erfiðrar fæðingar eldri dóttur sinnar.
Málverkafalsanir fela í sér fjársvik, skjalafals og brot á höfundaréttalögum. Þessir flóknu glæpir eru leiddir fyrir sjónir almennings á sýningu sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands og við heimsækjum í lok þáttar.
Þáttaröð frá 2009 þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við nokkra af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson.
Steindór og Margrét eru ein af mörgum hjónum sem voru saman í leiklistinni og ólu mestan sinn starfsaldur hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó.
Þetta leikhúspar kynntist í Þjóðleikhúsinu og felldi strax hugi saman. Snurða hljóp þó á þráðinn hjá Margréti snemma á ferlinum, því hún veiktist þannig að um tíma leit út fyrir að hún yrði að leggja leiklistina á hilluna. Steindór hélt hinsvegar alltaf áfram að leika og var í ábyrgðarstöðum hjá Leikfélaginu. Þessi hjón hafa samanlagt gríðarlega mikla reynslu úr leikhúsinu og segja áhorfendum sögur af læknum og dópistum, klikkuðum kellingum og ástarkápum.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti leitar Ida svara við því hvernig hún getur bætt samskipti sín við foreldra, vini og kunningja.
Félagarnir og fyrrum Hraðfréttamennirnir Benni og Fannar réðu sig sem háseta á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson frá Grindavík. Í þáttunum fáum við að fylgjast með strákunum í ævintýralegum 30 daga túr. Dagskrárgerð: Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Framleiðsla: Skot.
Ferðaþættir í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau fara með landsþekkta Íslendinga í svaðilför um ósnortna náttúru Íslands.
Í fimmta þætti fylgjum við eftir fjórum konum sem spreyta sig á hinni vinsælu og krefjandi Landvættaáskorun, sem rétt rúmlega tvö hundruð Íslendingar hafa lokið. Þetta er tilfinningaþrungin viðureign kvenna sem í upphafi þjálfunartímabilsins voru sumar að stíga í fyrsta skipti á gönguskíði og reima á sig hlaupaskó.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Páskaþætti Landans kynnum við okkur uppstoppun, við hittum argentíska kökulistakonu, við skoðum ævafornt bókasafn í heimahúsi og hlýðum á sálmamaraþon í Skagafirði.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Katla og Anna Lilja fá 10 mínútur til að búa til geimskip. Ætli þær skjótist upp í himingeiminn eftir þáttinn eða ætli þær festist í slíminu?
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Markmið um aðgerðir í loftslagsmálum eru mjög mikilvæg og í þættinum förum við yfir það helsta sem hægt er að gera og hvað við getum gert. Stundum finnst okkur vandamálin svo stór að okkur finnst við ekki geta gert neitt til að hjálpa en sjáiði t.d. Gretu Thunberg sem hefur heldur betur látið í sér heyra og lagt sitt af mörkum varðandi loftslagsmálin.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa grænmetisbuff, sósu, salat og hrísgrjón, sem er bæði holt og ótrúlega gott!
Hér er uppskriftin:
2 ½ dl Híðishrísgrjón
5 dl vatn
Salatblöð
Gúrka
Tómatar
Grænmetisbuff
Sinnepssósa:
1-2 msk agave sýróp
6 msk hreint sinnep
4-6 msk sýrður rjómi
200 ml eða meira af AB-mjólk eða hreinni jógúrt
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 200 gráður
Setjið hrísgrjón og vatn í pott og kveikið undir
Slökkvið á hellunni þegar suðan kemur upp og látið standa þangað til buffið er tilbúið
Setjið grænmetisbuffið inn í ofn og bakið í 10 mínútur
Á meðan útbúið þið sósu og salat
Sósa:
Hrærið saman sinnepi, agavesírópi, sýrðum rjóma, AB mjólk og sinnepsfræjum og smakkið til með agave sýrópi
Skerið niður salat og raðið öllu saman á disk
Bíómynd frá 1995 byggð á sögu Friðriks Erlingssonar sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 1992. Í henni segir frá nokkrum vinum í litlu hverfi. Um tíma er lífið eitt óslitið ævintýri en svo koma brestir í vináttuna, ævintýrinu lýkur skyndilega og kaldur raunveruleikinn tekur við. Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson. Aðalhlutverk: Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery og Sigfús Sturluson.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Fáir listamenn hafa lagt jafnmikið inn í þroskasögu íslensku þjóðarinnar og Páll Óskar. Sem tónlistarmaður, aðgerðasinni og mannvinur hefur hann verið skrefi á undan og með víðari sýn en við hin, og miðlað því með kærleika og gleði að vopni. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla hér lagið Tókst með Páli Óskari af plötunni Seif frá 1996. Um er að ræða eitt af hans minna þekktu lögum, en þó með þeim mikilvægari. Sandra Barilli lítur við ásamt trommaranum Magnúsi Trygvasyni Eliassen.
Þriðja þáttaröð þessara norsku leiknu þátta um samfélagið í Stafangri og breytingarnar sem urðu þegar olía fannst í sjónum úti fyrir bænum og norska olíuævintýrið hófst. Meðal leikenda eru Anne Regine Ellingsæter, Malene Wadel, Mads Sjøgård Pettersen og Pia Tjelta.
Úkraínsk spennuþáttaröð. Þegar þrjár ungar stúlkur finnast látnar með stuttu millibili í borginni Osijek í Króatíu ákveða tveir rannsóknarlögreglumenn og tveir blaðamenn að hjálpast að við að leysa málin, en rannsókn málsins leiðir þau á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Kseniia Mishyna, Goran Bogdan og Darko Milas. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Í febrúar 2021 komu Eric Clapton og hljómsveit hans saman í sveitasetri í Suðaustur-Englandi og fluttu þekktar perlur á borð við After Midnight, Layla og Bell Bottom Blues eftir að tónleikum þeirra í Royal Albert Hall var aflýst vegna covid-faraldursins.