
Beinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Keppni í stórsvigi karla á HM í alpagreinum.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Lítið hefur verið fjallað um Magnús Einarsson bónda, málmsmið og listamann þó hann hafi skilið eftir sig verk sem eru meðal annars í eigu konungsfjölskyldunnar í Bretlandi og Danmörku. Vitað er að hann smíðaði sjö svokallaða ljósahjálma sem prýða meðal annars kirkjur á Suðurlandi. Í þættinum munu Viktoría og Sigurður rannsaka deiglu eina sem gæti hafa verið í eigu Magnúsar og sögu hennar. Fannst þessi deigla eða suðupottur fyrir tilviljun?
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Notendur heilbrigðisþjónustu lýsa kerfinu sem starfrænum frumskógi. Eyrún Magnúsdóttir, veiktist skyndilega fyrir jól og deildi reynslu sinni af heilbrigðiskerfinu á Facebook í gær í færslu sem vakið hefur mikla athygli. Þar segir hún meðal annars að það sé unnið í mörgum kerfum, birting niðurstaðna og bókana til sjúklinga sé algjör frumskógur og upplýsingar flæða ekki sérlega auðveldlega milli kerfa eða stofnana, né heldur til sjúklinga. Gestir Kastljós eru Jón Magnús Kristjánsson, læknir og aðstoðarmaður Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og Marta Jóns Hjördísardóttir talskona sjúklinga á Landspítalanum.
Stundum er sagt að bóklestur eigi undir högg að sækja en eigandi bókabúðarinnar Bókin kannast ekki við slíkar fullyrðingar og telur bókina vera í mikilli sókn. Ari Gísli Bragason segist eiginlega óvart hafa orðið bóksali, þetta séu einhvers konar örlög. Viktoría Hermannsdóttir og Grímur Jón Sigurðsson kíktu í heimsókn í Bókina á Hverfisgötu.

Beinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Keppni í stórsvigi karla á HM í alpagreinum.

Beinar útsendingar frá keppni í HM í skíðaskotfimi.
Keppni í sprettgöngu kvenna á HM í skíðaskotfimi.

24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni eigast við lið Álftaness og Ísafjarðar. Fyrir Álftanes keppa Guðmundur Andri Thorsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson og lið Ísfirðinga skipa Páll Ásgeir Ásgeirsson, Hildur Halldórsdóttir og Jónas Tómasson.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Danskir heimildarþættir með Game of Thrones-stjörnunni Nikolaj Coster-Waldau sem leiðir áhorfendur í gegnum ógleymanlegt sjónarspil á ferðalagi um Grænland.
Þættir frá 2007 þar sem íslenskir lagasmiðir flytja nokkur verka sinna í sjónvarpssal. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Ólöf Arnalds flytur nokkur af lögum sínum að viðstöddum áhorfendum í Sjónvarpssal. Ólöf er ung og bráðefnileg tónlistarkona sem gaf út sína fyrstu plötu, Við og við, í fyrravetur. Hún spilar á fjöldann allan af hljóðfærum og hefur, auk þess að flytja sína eigin tónlist, komið fram á tónleikum með ýmsum tónlistarmönnum.


Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.