Jólaþáttur Popppunkts frá 2011 þar sem Baggalútur og Frostrósir keppa. Lið Frostrósa skipa Karl Olgeir Olgeirsson, Margrét Eir Hjartardóttir og Friðrik Ómar Friðriksson. Lið Baggalúts skipa Karl Sigurðsson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson. Umsjónarmenn eru dr. Gunni og Felix Bergsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Heimildarmynd um Sænsku akademíuna og hneykslismál innan hennar árið 2018. Hlutverk Sænsku akademíunnar er að styrkja stöðu sænsks máls og bókmennta auk þess að útdeila Nóbelsverðlaunum í bókmenntum. Hneykslið olli því að Nóbelsverðlaunanefndin leystist upp og verðlaunin voru sett á ís í fyrsta sinn í fimm ár.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju kvöldsins verður fjallað um Óla K, glæsilega bók sem Anna Dröfn Ágústdóttir hefur tekið saman um Ólaf K. Magnússon, helsta blaðaljósmyndara Íslands á gullöld prentmiðla. Brynja Hjálmsdóttir segir frá fyrstu skáldsögu sinni sem nefnist Friðsemd. Illugi Jökulsson ræðir við okkur um Rétt áðan, það er bók eftir hann sem innheldur stuttar sögur úr daglegu lífi, mestanpart úr sundlaugum og af götum borgarinnar. Eiríkur Bergmann er í viðtali um bókina Óvæntur ferðafélagi og Sigurbjörg Þrastardóttir segir frá nýjustu ljóðabók sinni, Flaumgosum, og flytur kvæði úr bókinni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Himintungl yfir heimsins ystu brún eftir Jón Kalman Stefánsson, Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur og Innanríkið Alexíus eftir Braga Ólafsson.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Einmanaleiki fer vaxandi í samfélaginu en hvers vegna. Á Torginu var rætt um þessa erfiðu tilfinningu sem við finnum öll fyrir en mismikið. Afhverju erum við einmana og hvað er til ráða. Gestir þáttarins voru:
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Einmana, Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri hjá Sorgarmiðstöð og fyrrverandi borgarfulltrúi, Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, Halldór S. Guðmundsson, dósent í félagsráðgjöf. Katrín Mjöll Halldórsdóttir, sálfræðingur á Litlu kvíðameðferðarstöðinn og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari í leyfi og íþróttalýsandi.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Leitin að jólastjörnunni er hafin. Börn 14 ára og yngri syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar og keppast um að verða jólastjarnan 2023. Umsjón: Kristinn Óli Haraldsson og Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Í þessum þætti syngja jólastjörnurnar Embla Bríet Einarsdóttir, Írena Rut Jónsdóttir, Jón Benedikt Hjaltason, Unnur Signý Aronsdóttir og Elijah Kristinn Tindsson.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura er glorhungruð eftir að hafa verið úti að leika. Þegar þau koma inn sjá þau að mamma hans Þorra hefur verið að skera laufabrauð.