24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Ísafjarðarbær og Garðabær mætast í átta liða úrslitum.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður, Randver og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar.
Rykið er dustað af strípibúllufárinu sem tröllreið öllu um stund áður en dannaðri skemmtistaðir á borð við Astró og Nasa stýrðu næturlífinu aftur á rétta braut.

Dönsk heimildarþáttaröð um fimm manna fjölskyldu sem flytur í frumskóga Níkaragva. Fjölskyldufaðirinn Glenn býst við að innan fimm ára verði heimshrun og þá verði fólk að geta ræktað eigin mat og séð sér fyrir rafmagni og vatni. Hann vill að börnin þrjú læri að takast á við lífið á nýjum forsendum en þau eiga erfitt með að yfirgefa öruggan hversdagsleikann heima í Danmörku.

Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
Danskir heimildarþættir þar sem sex ungmenni sem þjást af streitu taka þátt í tilraun þar sem þau slökkva á símunum sínum og flytjast út í skóg. Getur dvölin í náttúrunni dregið úr streitueinkennum á aðeins sex dögum?


Hugrökk stelpa bjargar apakónginum, guði sem hafði lengi verið fastur í steini, og leggst í för til að finna sjö heilög handrit og bjarga heiminum frá illu.

Finnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.

Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leiki Ítalíu og Spánar og Portúgal og Belgíu á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Ítalíu og Spánar á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Veðmálasíða Henrýs fer á hausinn, en gamall vinur lofar að hjálpa honum. Hekla sér eftir öllu. Skarphéðinn kaupir sér BMW og fer í handboltapartí á Kjarvalssstöðum. Brynja missir tökin.

Breskur spennumyndaflokkur um rannsóknarlögreglumanninn Max Arnold sem býr í gömlum húsbáti en starfar í einu efnaðasta hverfi Lundúna. Þó ekki skorti auðæfin í Chelsea er þar engu að síður nóg um morð og önnur myrkraverk. Aðalhlutverk: Adrian Scarborough, Peter Bankolé og Lucy Phelps. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Kona á lúxusdvalarheimili fyrir aldraða deyr á dularfullan hátt og grunur beinist að starfsfólki og íbúum dvalarheimilisins. Spenna innan fjölskyldu hinnar látnu bendir til þess að sökin liggi annars staðar.

Bresk sakamálamynd í tveimur hlutum byggð á samnefndri skáldsögu eftir Agöthu Christie. Árið 1954 kemst hinn ungi Luke Fitzwilliam óvænt á slóð raðmorðingja þegar hann hittir fröken Pinkerton um borð í lest til Lundúna. Hún er á leið til lögreglunnar að tilkynna dularfull dauðsföll í heimabæ sínum sem morð. En þegar fröken Pinkerton finnst látin áttar Fitzwilliam sig á því að hann þarf að finna morðingjann áður en fórnarlömbin verða enn fleiri. Aðalhlutverk: David Johnsson, Mathew Baynton og Nimra Bucha. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leiki Ítalíu og Spánar og Portúgal og Belgíu á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Portúgal og Belgíu á EM kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leikjum Ítalíu og Spánar og Portúgal og Belgíu á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.