Keppni á HM í sundi í 25 metra laug í Ungverjalandi.
Heimildarmynd frá 2021. Hinn heimskunni teiknari Quentin Blake rekur sögu sína og ævistarf í máli og myndum. Fjölmargir þekktir listamenn segja frá samstarfi sínu við listamanninn.
Sigurlaug M. Jónasdóttir ræðir við Pál Óskar um lögin hans, textana, vinsældirnar, tilfinninguna að standa á sviði með Sinfóníuhljómsveit Íslands, baráttuandann og framtíðina. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Akraness og Hafnarfjarðar. Lið Akurnesinga skipa Bjarni Ármannsson, Guðríður Haraldsdóttir og Sigrún Ósk Kristánsdóttir og fyrir Hafnarfirðinga keppa Sævar Helgi Bragason, Björk Jakobsdóttir og Guðni Gíslason.
Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Norskir gamanþættir teknir upp í Karls Jóhanns-götu í Osló. Þar getur næstum allt gerst og fólkið á götunni lendir óvart í sjónvarpinu.
Claus Dalby er handlaginn og hugmyndaríkur þúsundþjalasmiður. Um jólahátíðarinnar finnur hann sér ýmislegt til dundurs og kennir áhorfendum að föndra skreytingar sem hæfa hátíðum.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur kvöldsins eru þau Gísli Einarsson, Jóhannes Ásbjörnsson, Margrét Örnólfsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Skot í samstarfi við RÚV.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti halda nokkrir aðstoðarmenn jólasveinanna litla desemberhátíð fyrir flóttamenn og hælisleitendur.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri, Þura og Eysteinn bjóða afa á leiksýninguna "Ólafur Liljurós" í stofunni.
Talsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.