Sænskur heimildarþáttur um ungt par sem stígur sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu. Kit var ungur og einhleypur þegar hann fékk skyndilega þær fréttir að hann yrði brátt pabbi. Í þættinum fylgjumst við með Kit og Filippu fyrsta árið í lífi barnsins og sjáum hvaða áskoranir geta fylgt því að eignast barn saman þegar fólk þekkist ekki vel.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir afreksfótboltakona veiktist af átröskun og var vart hugað líf um tíma. Hún náði undraverðum bata með hjálp sérfræðinga og fjölskyldu. Elín Vigdís Guðmundsdóttir, formaður SÁTT og Lára Hafliðadóttir, doktorsnemi í líkamlegri þjálfun knattspyrnukvenna og sérfræðingur hjá KSÍ ræða úrræði og fyrirbyggjandi aðgerðir. Magnús Geir Þórðarson leikstýrir verkinu Heim sem er nú á fjölum Þjóðleikhúss, meðal annarra með Sigurð Sigurjónsson og Margréti í hlutverkum.
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þetta skiptið eigast við lið Akureyrar og Garðabæjar. Í liði Akureyringa eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Pálmi Óskarsson og Finnur Friðriksson og lið Garðabæjar skipa Vilhjálmur Bjarnason, Ólöf Ýrr Atladóttir og Einar Sveinbjörnsson.
30 ára ferill Spaugstofunnar og þeirra sem stóðu á bak við hana rakinn í upprifjun á gömlu sjónvarpsefni, viðtölum við mennina á bak við þættina og fjölmarga aðra sem tengdust þeim, birtust í þeim eða voru fórnarlömb þeirra. Umsjón: Gísli Marteinn Baldursson. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.