Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Verkfallsaðgerðir kennara voru samþykktar í dag með yfirgnævandi meirihluta. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands ræðir útfærslu aðgerðanna og inntak samningaviðræðna. Í sumar lokaði ein elsta fiskbúð höfuðborgarsvæðisins, Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði. Feðgarnir Ágúst Tómasson og Tómas Ágústsson stóðu vaktina þar síðustu áratugi. Kristinn Óli Haraldsson sameinar tón-og leiklist í sínu nýjasta verkefni, Litlu Hryllingsbúðinni, sem nýverið var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti takast á lið Skagafjarðar og Dalvíkurbyggðar. Í liði Skagfirðinga eru Ólafur I. Sigurgeirsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Óskar Pétursson og lið Dalvíkurbyggðar skipa Hjálmar Hjálmarsson, Magni Þór Óskarsson og Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar að af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.
Tónlistarþáttur frá 1988 þar sem fjallað er um innlend og erlend dægurlög. Umsjón: Jón Ólafsson, Steingrímur S. Ólafsson, Stefán Hilmarsson og Anna Björk Birgisdóttir. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.
Nýir íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, er með mörg járn í eldinum þótt hinn svokallaði eftirlaunaaldur hafi bankað upp á hjá honum fyrir nokkrum árum. Gestur starfar enn sem arkitekt auk þess sem hann þróar og ræktar þörunga til framleiðslu afurða og til manneldis. Hann er mikill íþróttamaður og hleypur alla morgna með hundinum sínum, Jakobínu, auk þess sem hann rær kajak og gengur á fjöll.
Heimildarþáttaröð frá 2020. Ofurhuginn Børge Ousland er enginn venjulegur útivistarmaður. Haustið 2019 hélt hann yfir Norður-Íshafið á skíðum og tók ferðina upp. Svaðilförin gekk ekki alveg að óskum og Ousland glímir við hrikalegar aðstæður á hjara veraldar.
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.
Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.
Sænskir þættir sem fjalla um ævintýri sem eiga sér stað í sumarbúðum í Svíþjóð. Þar eru foringjarnir ekki alveg eins og fólk er flest og forvitin börn lenda í fjörugum aðstæðum, sem innihalda meðal annars boga, brjálaða geitunga og bjarnargildrur!
Húgó finnur dularfulla grímu sem gerir honum kleift að komast inn í sína eigin drauma. Getur hann núna, með hjálp grímunnar, loksins sigrast á martröðum sínum?
Samansafn atriða þar sem krakkar setja upp leikrit og sýna listir sínar.
Krakkar úr Leikfélagi Mosfellssveitar sýna atriði úr söngleiknum "Hársprey" sem sýnt í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ. Þau syngja og dansa við lagið, Nicest Kids in town.
Leikstjóri: Agnes Þorkelsdóttir Wild.
Tónlistarstjóri: Sigrún Harðardóttir.
Danshöfundur: Elísabet Skagfjörð.
Búningar: Eva Björg Harðardóttir.
Söngvari: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Birta Líf Ólafsdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Tinna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Grétarsson.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Bandarísk kvikmynd frá 2014 með Julianne Moore í aðalhlutverki. Alice er þekktur og mikilsvirtur prófessor í málvísindum sem uppgötvar að hún er komin með alzheimersjúkdóminn. Hún þarf, ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum, að takast á við vaxandi afleiðingar sjúkdómsins. Aðalhlutverk: Julianne Moore, Alec Baldwin og Kristen Stewart. Leikstjórar: Richard Glatzer og Wash Westmoreland.
Frönsk gamanmynd frá 2019. Victor og Marianne hafa verið gift í heila eilífð og honum finnst sambandið orðið heldur rislágt. Þegar frumkvöðlafyrirtæki býður honum að endurupplifa tímabil úr fortíðinni með aðstoð sýndarveruleikatækni stekkur hann á tækifærið og fer 40 ár aftur í tímann - til kvöldsins þegar hann hitti stóru ástina. Leikstjóri: Nicolas Bedos. Aðalhlutverk: Daniel Auteuil, Doria Tillier, Fanny Ardant og Cuillaume Canet. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.