Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Málefni Breiðholtsskóla hefur verið töluvert til umræðu eftir að greint var frá ofbeldi af hálfu nemenda skólans í garð annara nemenda. Þetta vandamál virðist vera víðar í grunnskólum landsins og frásagnir foreldra af ofbeldi sem ríkir í skólanum hefur orðið kveikjan að umræðu um hvort kennara, og starfsfólk skóla, skorti úrræði til að takast á við þann vanda sem blasir við. Gestir Kastjóss eru Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Birna Gunnlaugsdóttir, kennari og trúnaðarmaður kennara í Breiðholti.
Það eru líklega fáir með meiri innsýn í líðan ungs fólks á Íslandi nú á dögum en rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson. Þorgrímur hefur undanfarin 15 ár heimsótt hvern einasta grunnskóla á landinu og rætt við börn í 10. bekk. Kastljós hitti Þorgrím á Akureyri.
Umhverfisvá og orkuskortur veldur því að athyglin beinist nú sífellt meir að hugmynd sem kviknaði á tímamótafundi forsetanna Reagans og Gorbachevs fyrir 40 árum. Hugmynd um að draga úr vígbúnaði og setja orku og fjármagn stórveldanna frekar í að virkja nýja, hreina og óþrjótandi orkulind sem kenningar höfðu vaknað um nokkrum áratugum fyrr. “Óþrjótandi okrulind, öllu mannkyninu til hagsbóta” eins og forsetarnir orðuðu það í yfirlýsingu sinni. Þótt draumurinn um afvopnun hafi nú dáið er draumurinn um nýju orkulindina enn við lýði. Jón Björgvinsson heimsótti risavaxna rannsóknarstöð í Suður-Frakklandi sem stofnuð var í kjölfar leiðtogafundarins og ætlað er að finna leið út úr umhverfis- og orkuvandanum sem nú steðjar að jarðabúum.
30 ára ferill Spaugstofunnar og þeirra sem stóðu á bak við hana rakinn í upprifjun á gömlu sjónvarpsefni, viðtölum við mennina á bak við þættina og fjölmarga aðra sem tengdust þeim, birtust í þeim eða voru fórnarlömb þeirra. Umsjón: Gísli Marteinn Baldursson. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Þrjár ungar starfskonur í grunnskóla borgarinnar urðu fyrir ýmist áreitni og kynferðislegri áreitni af hálfu aðstoðarskólastjóra skólans á starfsmannaskemmtunum. Konurnar hrökkluðust allar frá störfum. Reykjavíkurborg staðfesti brot aðstoðarskólastjórans en eftir það sneri stjórnandinn aftur til starfa. Þolendunum var verulega brugðið og bæði þær og stéttarfélög þeirra telja vinnubrögð og viðmót borgarinnar ámælisverð.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Það er Valentínusardagur! Eddi strútapabbi veit ekki hvað hann á að taka til bragðs þegar ástar-örinn, sem börnin hans gera fyrir hann, fer beint í Kráku. Hún verður strax ástfanginn af Edda en greyið Eddi veit ekki hvernig hann á að haga sér gangvart svona aðdáenda!