Færeysk heimildarmynd um nútímatækni. Tölvur, farsímar og spjaldtölvur hafa umbreytt lífi okkar og tilveru og haft áhrif á hvernig við verjum tíma okkar saman. Uppeldi, skólastarf og atvinnulíf tekur sífelldum breytingum og margir vita ekki hvort þeir eiga að lofsama þessa nýju þróun eða hræðast hana.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur N-Makedóníu og Katars í milliriðli á HM karla í handbolta.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Hátt í fimmtíu börn veiktust eftir að hafa borðað e.coli-mengaðan mat í leikskólanum Mánagarði í október. Líf nokkurra barna hékk á bláþræði eftir matarsýkinguna. Matráður leikskólans hafði ekki hlotið neina menntun eða fræðslu um öryggi matvæla. Orsök hópsmitsins er rakin til rangs verklags við matreiðslu og geymslu á matnum.
Kveikur fylgir eftir fjölskyldu stúlkunnar sem veiktist mest. Foreldrarnir segjast í viðtali hafa kvatt stúlkuna þegar hún var í algjörri lífshættu. Stúlkan og um tugur barna til viðbótar verður undir eftirliti lækna ævina á enda. Þrátt fyrir árlegar heimsóknir heilbrigðiseftirlits varð það þess aldrei áskynja að verklag í eldhúsinu stofnaði lífi barna í hættu.
Stuttir þættir þar sem þátttakendur og gestir deila frásögnum úr 50 ára sögu Listahátíðar í Reykjavík.
Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar árin 2008-2012, segir frá húslestrum, stofutónleikum og Jonasi Kaufman. Pálína Jónsdóttir, leikstjóri og listahátíðargestur, segir frá Tadeusz Kantor.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Hollands og Frakklands í milliriðli á HM karla í handbolta.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Sumt tónlistarfólk getur ýmislegt annað en sungið og spilað á hljóðfæri. Allskyns listafólk finnur sköpunarkraftinum farveg gegnum hinar ýmsu listgreinar og fremur jafnvel galdur. Fjöllistafólkið Klemens Hannigan og Ásta Fanney fremja einn slíkan fyrir okkur.
Sænskir þættir frá 2024. Hversu oft spyrjum við bestu vini okkar mikilvægra spurninga? Tveir bestu vinir svara spurningum um hvor annan og ræða saman á einlægan hátt.
Dönsk heimildarmynd frá 2021 um ýmsar tækninýjungar og aðferðir sem fólk nýtir sér í von um að efla meðal annars einbeitingu, svefn, heilsu og hreysti.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
Vigdís ákveður að bjóða sig fram til forseta Íslands eftir ítrekaðar áskoranir en það eru ekki allir jafn ánægðir með ákvörðun hennar.