Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Vinstri græn og Píratar féllu af þingi og Sósíalistar náðu ekki inn í alþingiskosningum um helgina. Samanlagt fylgi þessara flokka hefði dugað einu framboði til að fá sex þingmenn kjörna. Sanna Magdalena Mörtudóttir, frá Sósíalistum, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frá Pírötum, fór yfir úrslitin og framhaldið.
Atkvæði yfir 22 þúsund kjósenda féllu dauð niður þar sem þau dreifðust á flokka sem fengu ekki kjördæmakjörna þingmenn og náðu ekki upp í 5 prósenta þröskuldinn sem þarf til að fá uppbótaþingmann. Sumum þykir fyrirkomulagið ólýðræðislegt, aðrir hafa varið það og segja það koma í veg fyrir óstöðugleika. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, fór yfir stöðuna og hvað sé til ráða.
Bresk leikin þáttaröðin um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin. Aðalhlutverk: Bradley Walsh, Joanna Scanlan og Lydia Page.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Meira en þrjátíu nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar á laugardag. Nýliðar úr öllum flokkum fara yfir kosningarnar, stjórnarmyndunarviðræður og stóru málin framundan. Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum. Gestir eru Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki, María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn, Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokki, Sigurður Helgi Pálmason Flokki fólksins, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokki og Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingunni.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni eigast við Akureyri og Árborg. Fyrir Akureyringa keppa Pálmi Óskarsson, Erlingur Sigurðarson og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og lið Árborgar skipa Margrét Þórðardóttir, Soffía Sigurðardóttir og Ólafur Helgi Kjartansson.
Jón Ólafsson, tónlistarmaður, fær til sín þekkt tónlistarfólk á aðventunni og leikur með þeim jólalög.
Gestir Jóns í þættinum eru Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, og Stefán Hilmarsson. Stjórn upptöku: Rúnar Freyr Gíslason.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura þurfa að bíða á meðan límið þornar á snjókúlunni og ákveða að skreyta piparkökur á meðan þau bíða.
Talsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Leikir á EM kvenna í handbolta.
Leikur Íslands og Þýskalands á EM kvenna í handbolta.
Umfjallanir um leiki á EM kvenna í handbolta 2024.
Uppgjör á leik Íslands og Þýskalands á EM kvenna í handbolta.