
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Förum í ferðalag í gegnum skóginn og tökum eftir trjánum og dýrunum sem búa þar. Átt þú þér uppáhalds tré?
Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.
Sænsk heimildarmynd frá 2021. Sænska söngkonan og tónskáldið Ana Diaz, sem hefur ítrekað farið í kulnun, segir frá því hvernig er að koma til baka eftir að hafa keyrt harkalega á vegg. Er það yfirleitt mögulegt og hvernig er hægt að koma í veg fyrir að lenda aftur í því sama?
Heimildarþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og þjóðarímyndin breytist með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna. Ljósi er varpað á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og fjallað um kosti fjölmenningar. Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.
Menning er fljótandi og flæðir milli samfélaga og þjóðernishópa daglega. Menningarnám hefur verið í deiglunni á síðustu árum og fólk greinir á um réttmæti hugtaksins í baráttunni gegn rasisma. Í þættinum er leitast við að skýra hugtakið og komast að því hvar línan liggur.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Páskaþætti Landans kynnum við okkur uppstoppun, við hittum argentíska kökulistakonu, við skoðum ævafornt bókasafn í heimahúsi og hlýðum á sálmamaraþon í Skagafirði.

Heimildarþáttaröð frá 2020. Ofurhuginn Børge Ousland er enginn venjulegur útivistarmaður. Haustið 2019 hélt hann yfir Norður-Íshafið á skíðum og tók ferðina upp. Svaðilförin gekk ekki alveg að óskum og Ousland glímir við hrikalegar aðstæður á hjara veraldar.

Íslandsmót í áhaldafimleikum.

Sænskir þættir um fólk sem stundar handverk af ýmsu tagi.


Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.

Dýralífsþættir sem gefa okkur dásamlega innsýn inn í undraveröld villtu dýranna.

Samansafn af klippum úr Stundinni okkar þar sem dýrin eru í aðalhlutverki.
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir fer í Hrunarétt í Hrunamannahreppi.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í húsi í Reykjavík hefur forláta flugvélaskrúfa sem var bjargað úr ruslahaug hangið uppi á vegg í um 40 ár. Kann að vera að þessi flugvélaskrúfa tengist upphafsárum flugs á Íslandi og merkilegum vélum sem mörkuðu upphaf flugsögunnar hér á landi?

Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þættinum skoðum við elsta efnið á safninu. Bæði íslenskir og erlendir myndhöfundar koma við sögu, ljósmyndarar sem fengu áhuga á hinni nýju tækni og hinn merki Bíó-Petersen sem tók upp íslenskt efni og sýndi í Gamla bíói.
Breskir spennuþættir um örvæntingafulla móður sem lifir áhættusömu lífi sem skartgripaþjófur á sama tíma og hún reynir að ná dóttur sinni aftur frá félagsþjónustunni og byggja örugga framtíð fyrir þær báðar. Aðalhlutverk: Sophie Turner, Frank Dillane og Mia Millichamp-Long. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Bresk heimildarmynd frá 2018. Enska hljómsveitin Bros var um stutta hríð á níunda áratug síðustu aldar ein sú stærsta í heimi. Hljómsveitarmeðlimirnir og tvíburabræðurnir Matt og Luke Goss fara á einlægan hátt yfir ferilinn, erfið samskipti þeirra bræðra og lífið eftir frægðina þar sem þeir undirbúa endurkomutónleika í O2-höllinni í London. Leikstjórn: Joe Pearlman og David Soutar.