
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Reykjavík og Snæfellsbær mætast í átta liða úrslitum.

Matgæðingarnir í Price-fjölskyldunni töfra fram kræsingar við öll tækifæri.
Orðbragð er skemmtiþáttur þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir snúa upp á íslenska tungumálið, teygja það, toga og umfaðma, knúsa og blása í það lífi. Umsjónarmenn eru Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Í þessum þætti hittum við mögulega síðasta flámælta manninn á Íslandi - og skoðum íslenskar mállýskur, sem eru óðum að hverfa. Svo er það veggjakrotið. Frá upphafi mannkyns hefur fólk dundað sér við að krota eitthvað sniðugt á veggi. Óþekktarangi merkti sér vegg í Skálholti fyrir mörg hundruð árum, og við kíkjum líka á elsta krot sem fundist hefur á Íslandi. Það er á 1000 ára gömlum snældusnúð: „Vilborg á mig“. Við ætlum að fyrirkoma einu útjöskuðu orði, málverið hans Braga verður á sínum stað og við veljum tíu undarlegustu hljómsveitanöfnin.


Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í Kveikt á perunni að þessu sinni búum við til lukkutröll. Skaparar og keppendur: Gula liðið: Snorri Rafn Frímannsson Emilia Þóra Ólafsdóttir Bláa liðið: Þórir Hall Ásdís Eva Bjarnadóttir

Í tilraunastofunni hjá Lísu gerist ýmislegt áhugavert. Ungir krakkar koma í heimsókn og hanna sínar eigin uppfinningar með henni og gera trylltar tilraunir.

Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leiki Noregs og Íslands og Finnlands og Sviss á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Noregs og Íslands á EM kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leikjum Noregs og Íslands og Finnlands og Sviss á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Veðurfréttir.

Ferðaþættir þar sem leikarinn Örn Árnason bregður sér í hlutverk leiðsögumanns og ferðast um áhugaverða staði við þjóðveginn eða örskammt frá. Frikki Frikk, tökumaður og ljósmyndari, er fylgdarsveinn Arnar í þessum ferðum og saman sýna þeir fram á að stundum er óþarfi að leita langt yfir skammt. Léttir þættir þar sem fjallað er um náttúru, sögu og menningu.
Í þættinum förum við frá Ólafsvík að Svörtuloftum. Við skoðum fallega fjárrétt í Ólafsvík, heimsækjum Svöðufoss, aftökustað Björns ríka, Skálasnaga og Snæfellsjökul.
Frönsk leikin þáttaröð um hina sautján ára gömlu Victoire sem er send gegn vilja sínum í skóla fyrir nemendur með fötlun. Með tímanum kynnist hún samfélaginu í skólanum og myndar vináttutengsl sem fá hana til að horfast í augu við eigin fordóma. Aðalhlutverk: Chine Thybaud, Stéphane De Groodt og Valérie Karsenti.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 um leitina að raðmorðingjanum sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Sögur fórnarlamba hans og vinnubrögð lögreglunnar eru í forgrunni. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni sem stóð yfir frá 1975 til 1981 og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Aðalhlutverk: Jack Deam, Kris Hitchen og Lee Ingleby. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leiki Noregs og Íslands og Finnlands og Sviss á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Finnlands og Sviss á EM kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leikjum Noregs og Íslands og Finnlands og Sviss á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.