Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eysteinn kemur í heimsókn til Þorra og Þuru til að bjóða þeim með sér á jólaskemmtunina á miðbæjartorginu.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Til að hugga vin sinn, Eystein, stinga Þorri og Þura upp á því að tendra jólaljósin í stofunni heima hjá Þorra í stað þess að fara á miðbæjartorgið.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri, Þura og Eysteinn eru búin að skreyta alla stofuna, en hvað ætli hafi læðst inn um lúguna?