Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fjárlagafrumvarpið var kynnt í morgun undir heitinu Þetta er allt að koma. Síðdegis héldu verkalýðsfélög mótmælafund við Austurvöll undir yfirskriftinni Nú er nóg komið, þar sem kallað var eftir skýrum aðgerðum til að takast á við verðbólgu og húsnæðisvanda. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í fjárlaganefnd, voru gestir Kastljóss.
Mælingar Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að sandsílastofninn sé á uppleið. Þetta getur haft stóra þýðingu fyrir lífríkið í kringum landið og til að mynda má sjá merki um uppsveiflu í lundastofninum í Vestmannaeyjum. Við ræddum við Val Bogason fiskifræðing fyrr í dag.
Leikritið Taktu flugið, beibí! eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur sem verður frumsýnt í Kassanum á fimmtudag en það fjallar um drauma, kapphlaup og sápukúlur. Kastljós fór á æfingu og hitti höfundinn og Ilmi Stefánsdóttur leikstjóra.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Hundar: Arnar Freyr Frostason, Eva Ruza og Katla Þórudóttir Njálsdóttir
Kettir: Júlía Margrét Einarsdóttir, Kött Grá Pje og Vala Eiríksdóttir.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja.
Í þessum þætti segir Guðrún Ósk Maríasdóttir sögu sína. Þrátt fyrir að eiga fjölfatlað barn og glíma við afleiðingar alvarlegs höfuðhöggs frá handboltaárunum horfir hún björtum augum til framtíðar.
Þáttaröð þar sem Gunnlaugur Helgason húsasmiður leiðir áhorfendur í allan sannleika um hver fyrstu skrefin eru þegar taka á húsnæði í gegn. Gulli hefur verið fengin til þess að koma lagi á kjallara í 65 ára gömlu húsi í Reykjavík. Óþefur og ýmis konar skordýr hafa hrjáð þá sem kjallarinn hefur hýst um nokkurn tíma og greinilegt er að húsið er komið á tíma. Undir leiðsögn Gulla og fagmanna á hverju sviði vinna íbúar og eigendur húsnæðisins, ásamt vinum og ættingjum að breytingunum. Dagskrárgerð: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Krummafilms.
Íbúar hússins gefast upp á því að grafa fyrir lögnum fyrir utan hús og jarðvegsverktakarnir mæta á svæðið með gröfur og græjur til að hægt verði að leggja nýjar lagnir. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur mæta á svæðið og tengja nýtt rafmagn, heitt og kalt vatn og ljósin eru kveikt á ný í kjallaranum. Maggi múr mætir á svæðið og kennir okkur handtökin við að leggja flísar og Ómar Gunnarsson efnaverkfræðingur mælir með því að kjallarainn verði kalkaður. Nú er hafist handa við að sparsla, pússa, mála og kalka. Gulli hefur gleymt að láta húseiganda sækja um byggingaleyfi og þarf að mæta á teppið hjá Magnúsi Sædal byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.
Sprenghlægilegir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er með krakkana á ströndinni. Krákan grefur upp gamlan olíulampa sem Eddi er hræddur um að hafi að geyma vondan anda og gerir allt sem hann getur til að losna við hann.
Hollensk heimildarmynd frá 2020 um lífsviljann. Rætt er við fólk frá öllum heimshornum sem náð hefur 100 ára aldri. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa lifað sögulega tíma en í stað þess að dvelja í fortíðinni horfa þau fram á veginn. Leikstjóri: Heddy Honigmann.
Önnur þáttaröð áströlsku spennuþáttanna um Meghan og Agöthu. Tvö ár eru síðan þær hittust fyrir tilviljun með ófyrirséðum afleiðingum og nú situr Meghan í gæsluvarðhaldi fyrir morð. Ýmislegt kemur í ljós við rannsókn málsins, þar á meðal gríðarstórt leyndarmál Agöthu. Aðalhlutverk: Jessica De Gouw, Laura Carmichael og Ryan Corr. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.