Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Umfjöllun um þau málefni sem helst brenna á kjósendum fyrir kosningar heldur áfram í Kastljósi. Að þessu sinni eru það heilbrigðismálin en þar eru fjölmörg verkefni sem bíða nýrrar stjórnar. Viðmælendur eru Rúnar Vilhjálmsson prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsuhagfræðingur og Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Auk þess verður haldið áfram að varpa upp hinni hliðinni á formönnum flokkanna og komið er að Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.
Ellefta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Heimildarþáttur frá BBC þar sem dr. Ronx Ikharia rannsakar hvernig hægt er að styrkja ónæmiskerfi sitt.
Heimildarþættir frá 2023 um sögu raftónlistar á Norðurlöndunum. Norræn raftónlist hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn síðan á níunda áratug síðustu aldar og hún hefur átt stóran þátt í að móta senuna. Fjallað er um tónlistarfólk eins og Björk, Röyksopp, Kygo, Aqua og E-Type.
Danskir heimildarþættir um arkitektúr og innréttingar. Innanhúsarkitektinn og arkitektinn Frederikke Aagaard og kynnir sér sérstöðu valdra staða í hönnun og útsjónarsemi.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.