Sumir staðir skipta okkur meira máli en aðrir. Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Gísli Marteinn Baldvinsson ræðir við Þórarinn Eldjárn sem leiðir áhorfendur á staðinn sem hafði mótandi áhrif á hann.
Tíunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Í þessari tíu þátta röð spjallar Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndaleikstjóra um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja.
Í þessum þætti ræðir Ásgrímur við kvikmyndaleikstjórann Þorstein Jónsson um feril hans og þeir skoða saman brot úr myndum Þorsteins. Sýnd eru brot úr myndunum Punktur punktur komma strik, Atómstöðin, Skýjahöllin, Fiskur undir steini, Öskudagur, Bóndi, Við byggjum hús, Rockville og Hanna frá Gögri.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Hvað er kontrapunktur, hvað er prelúdía og hvað er fúga? Þessum mikilvægu spurningum er svarað í Útúrdúr að þessu sinni. Farið er ofan í saumana á einni prelúdíu og einni fúgu úr frægu safni Jóhanns Sebastíans Bachs og Atli Ingólfsson tónskáld semur ódauðlega fúgu upp úr sívinsælu íslensku popplagi. Fram komu: Atli Ingólfsson, Paul Jacobs, Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Magnúsdóttir.
Stuttir sænsk-finnskir heimildarþættir um ungt fólk og hugmyndir þeirra um framtíðina.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Ólafur Stefánsson var atvinnumaður í handbolta og fólk elskaði að horfa á hann spila. Hann var eiginlega sonur þjóðarinnar. Óli Stef er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli.
Önnur þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Fjallssel, Hraun, Langholtspart, Mið-Kárastaði, Núpsstað og Selstaði. Umsjón: Guðni Kolbeinsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Haldið er austur á land, í Fjallssel í Fellahreppi. Þar var í öndverðu sel, en á öðrum áratug síðustu aldar var byggt þar reisulegt hús sem stendur enn. Guðni Kolbeinsson ræðir við Einar Erlendsson. Afi hans og alnafni keypti Fjallssel af Áskirkju sem ku, samkvæmt þjóðsögu, hafa eignast það með óguðlegum hætti.
Hver skrifar sögu okkar? Það fer eftir ýmsu, svo sem þjóðerni, kyni eða uppruna, og sama atburði má lýsa á marga mismunandi vegu. Fornleifauppgröftur, nýjar rannsóknir eða annar tíðarandi getur líka valdið því að sagnfræðin verði endurskoðuð. Emma Molin og Özz Nûjen hjálpa okkur að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á sögunni.
Broddi og Oddlaug eru litlir broddgeltir, sem elska að fara út og kanna heiminn. Þau eru yfirleitt bestu vinir og skemmta sér saman í hinum ýmsu leikjum.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.