Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
Erlendur Sveinsson nam kvikmyndafræði við Kaupmannahafnarháskóla og hóf síðan störf hjá Sjónvarpinu sem klippari árið 1969. Þar starfaði hann til 1977 þegar hann stofnaði kvikmyndafélagið Lifandi myndir ásamt Sigurði Sverri Pálssyni og Þórarni Guðnasyni. Erlendur hefur stjórnað gerð viðamikilla heimildamynda um sögu sjávarútvegs á Íslandi, meðal annars Verstöðina Ísland, Silfur hafsins, Lífið er saltfiskur og Íslands þúsund ár, og leiknu heimildarmyndina Málarann og sálminn hans um litinn sem fjallar um föður Erlends, myndlistarmanninn Svein Björnsson.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Akureyrar og Kópavogs. Fyrir hönd Akureyrar keppa Jón Pálmi Óskarsson læknir, Erlingur Sigurðarson íslenskufræðingur og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona. Fyrir hönd Kópavogsbæjar keppa Víðir Smári Petersen laganemi, Örn Árnason leikari og Hafsteinn Viðar Hafsteinsson laganemi.
Heimildarþáttaröð frá 1990 sem fjallar um hernám Breta á Íslandi og varpar ljósi á íslenskt þjóðfélag við upphaf og á árum síðari heimsstyrjaldar. Umsjónarmaður er Helgi H. Jónsson og um dagskrárgerð sá Anna Heiður Oddsdóttir.
Í öðrum þætti er fjallað um breytingar í atvinnumálum Íslendinga eftir að Bretar hernámu landið.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Bubbi Morthens er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli. Þau ræða meðal annars sumarið, veiðar, einmanaleika og æðruleysisbænina.
![KrakkaRÚV](/spilari/DarkGray_image.png)
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.