16:00
Landinn
Jólalandinn 2020
Landinn

Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórgunnur Oddsdóttir, Viktoría Hermannsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon, Gunnlaugur Starri Gylfason og Jóhannes Jónsson.

Í jólaþætti Landans í ár verður meðal annars kíkt í heimsókn til Sindra Ploder, ungs myndlistarmanns sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann undirbýr nú fyrstu einkasýningu sína. Við rifjum upp söguna á bak við Pétursvirki sem er merkilegt mannvirki sem stendur í fjallinu ofan við bæinn England í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Pétur Georg Guðmundsson hlóð virkið þegar hann var aðeins tíu ára. Pétur varð síðar þekktur blaðamaður, verkalýðsforingi og bæjarfulltrúi í Reykjavík. Við hittum unga konu sem fyrir nokkru skráði sig á lista fyrir stofnfrumugjafa. Þá grunaði hana síst að seinna meir þyrfti hún sjálf á stofnfrumum að halda til að læknast af bráðahvítblæði. Við förum yfir sögu Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur sem stofnuð var eftir Geysisslysið á Vatnajökli. Við skoðum náttúrufyrirbrigðið Skessugarð og við hittum konu sem tekst á við ástvinamissi með listsköpun. Hún býr undir Búlandstindi og býr til leikföng með sama nafni.

Viðmælendur:

Arngrímur Hermannsson

Björgvin Ploder

Hildur Karen Sveinbjarnardóttir

Íris Birgisdóttir

Ívar Örn Benediktsson

Sigríður Þorvaldsdóttir

Sindri Ploder

Svafa Árnadóttir

Sveinn Hákon Harðarson

Vigdís Jóhannsdóttir

Þorvaldur Guðnason

Þóra Jóhanna Jónasdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 35 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,