Sjálfstæðisflokkurinn

Margrét leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ
Margrét Sanders leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í fréttatilkynningu frá Fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir að tillaga uppstillinganefndar hafi verið samþykkt samhljóða, eftir fjörugar og uppbyggjandi umræður. Sex af tólf efst sætum listans eru skipuð fólks sem ekki hefur komið við sögu á lista Sjálfstæðisflokksins áður.
Bæjarfulltrúar í sex efstu sætum
Sjálfstæðismenn í Garðabæ samþykktu í kvöld framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí. Sitjandi bæjarfulltrúar skipa sex efstu sæti listans og Gunnar Einarsson er sem fyrr leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. Hann skipar áttunda sæti á framboðslistanum. Efst á lista er Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs. Eini bæjarfulltrúinn sem ekki tekur sæti á listanum er Sturla Þorsteinsson.
Segir framboð Þórdísar engu breyta
Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmis, ígrundar framboð til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við fréttastofu segir Haraldur að framboð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sé alls ekki óvænt en það breyti engu um það hvort hann bjóði sig fram í varaformannsembættið.
24.02.2018 - 12:07
Óánægðir Sjálfstæðismenn íhuga sérframboð
Klofningur er í röðum Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og ekki ólíklegt að hluti flokksmanna bjóði fram sérlista í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Ástæðan er sögð óánægja með þá ákvörðun, að efna ekki til prófkjörs við val frambjóðenda. Haft er eftir Elís Jónssyni að yfirgnæfandi líkur séu á sérframboði, þótt endanleg ákvörðun þar að lútandi liggi ekki fyrir, en Elís mun vera í hópi þeirra sem hvað mest var áfram um að prófkjörsleiðin yrði farin.
Eyþór sigraði með yfirburðum, Áslaug önnur
Talningu atkvæða í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er lokið. Samtals greiddu 3.885 flokksfélagar atkvæði. Eyþór Arnalds vann afgerandi sigur, 2.320 greiddu honum atkvæði sitt. Áslaug María Friðriksdóttir varð í öðru sæti með 788 atkvæði, Kjartan Magnússon endaði í þriðja sæti með 460 atkvæði, þá kom Vilhjálmur Bjarnason í fjórða sætinu með 193 atkvæðinu og Viðar Guðjohnsen rak lestina, með 65 atkvæði.
Viðtal
Eyþór langefstur eftir fyrstu tölur
Eyþór Laxdal Arnalds er með 63 prósent atkvæða eftir að talin hafa verið 1.400 atkvæði í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann hlaut 886 atkvæði af fyrstu 1.400.
27.01.2018 - 18:44
Leiðtogaprófkjör og flokksráðsfundur
Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík hófst klukkan tíu og er kosið á fjórum stöðum í borginni.
Fimm konur í sjö efstu sætum Sjálfstæðisflokks
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í efsta sæti, eða 463 af 711. Magnús Örn Guðmundsson er í öðru sæti og Sigrún Edda Jónsdóttir í því þriðja. 
Unnur Brá fer ekki í leiðtogaprófkjör
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, ætlar ekki að verða við áskorunum um að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Þessu greindi hún frá í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Unnur Brá sagðist hafa ákveðið þetta í ljósi þess að hún er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún vilji því frekar vinna áfram á þeim vettvangi heldur en að snúa sér að borgarmálum, þótt svo hún hafi áhuga á þeim.
10 flokkar fram í borginni í vor
Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði. Ýmsir spá því að fleiri framboð eigi eftir koma fram.
Ný ríkisstjórn vinsæl
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.
Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag
Ný ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur tekur við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis í dag. Katrín og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, undirrita nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands klukkan tíu fyrir hádegi. Í framhaldinu verður stjórnarsáttmálinn kynntur og ráðherraefnin þar á eftir. Katrín verður forsætisráðherra, sem fyrr segir, og Bjarni fjármálaráðherra.
Viðtöl
Ný ríkisstjórn tekur við á morgun
Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna undirrita nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands í fyrramálið klukkan tíu. Flokksstofnanir flokkanna samþykktu nýjan stjórnarsáttmála á fundum í kvöld. Það var átakafundur hjá Vinstri grænum og nokkur andstaða við samstarfið en nær engin hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.
Enn er allt ófrágengið um skiptingu ráðuneyta
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að Sjálfstæðismenn fái fleiri ráðherrastóla í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar ef Katrín Jakosdóttir verður forsætisráðherra. Hún hefur ekki hug á að fjölga ráðherrum eða ráðuneytum í þeirri ríkisstjórn.
„Stærstir þrátt fyrir hneykslismál“
Erlendir fjölmiðlar tala um varnarsigur Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir hneykslismál í umfjöllun sinni um kosningaúrslitin í nótt. Þá er fjallað um ástæður þess að Íslendingar gengu að kjörborðinu öðru sinni á innan við ári.
Fjórðungur hyggst kjósa Sjálfstæðisflokkinn
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur nærri fjórðungs fylgi í landsvísu í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin er birt í Morgunblaðinu í dag. Vinstri græn eru næst stærst með rúman fimmtung atkvæða, þá Samfylkingin með rúm 15 prósent, Miðflokkurinn hlýtur rúmlega níu prósenta fylgi, Píratar tæp níu prósent, Viðreisn rúm átta og Framsóknarflokkurinn um átta prósent. Þessir sjö flokkar ná mönnum inn á þing miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Bjarni skreytir köku og svarar unga fólkinu
Nýr þáttur af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? er kominn í loftið. Í þessum þætti hittir Ingileif forsætisráðherra og reynir að komast nær því að ákveða hvað hún ætlar að kjósa í komandi Alþingiskosningum.
Telur ólíklegt að þetta hafi áhrif á kjósendur
Stjórnmálaskýrandi segir alls óvíst að fregnir af því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, seldi alla eign sína í Sjóði 9 dagana fyrir hrun hafi áhrif á kjósendur flokksins.
06.10.2017 - 11:00
Umfjöllun Guardian um fjármál forsætisráðherra
Breska blaðið The Guardian fjallar í dag um fjármál Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Stundina og Reykjavík Media. Fréttin er birt á forsíðu Guardian.
06.10.2017 - 09:37
Kristján Þór verður oddviti í Norðaustur
Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta var samþykkti á fundi kjördæmisráðs á Akureyri í dag. Þingmennirnir Njáll Trausti Friðbertsson og Valgerður Gunnarsdóttir eru næstu tveimur sætum fyrir neðan.
Brynjar gaf eftir oddvitasæti í Reykjavík
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Brynjar Níelsson, fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir, þingmaður, verður í því þriðja. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verður oddviti í Reykjavík norður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður flokksins, ritari og þingmaður, verður í öðru sæti og Birgir Ármansson, þingflokksformaður verður í þriðja sæti.
Segir Sigríði fyrsta til að spyrna við fótum
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, segir að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi neitað að samþykkja uppreist æru sakamanns. Beiðni hafi legið á borði hennar frá því í vor og hafi hún þá kynnt sér þær reglur sem gilda um uppreist æru.
17.09.2017 - 23:56
Kemur til greina að endurskoða valið
Formaður Heimdallar segir að stjórn félagsins hafi engum meinað um þátttöku á næsta sambandsþing SUS. Hins vegar ætli stjórnin að bregðast við gagnrýni og kemur til greina að endurskoða val fulltrúa á þingið.
01.09.2017 - 09:33
Samþykktu leiðtogaprófkjör í Reykjavík
Samþykkt var á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að raða á framboðslistann fyrir sveitarstjórnakosningarnar næsta vor með leiðtogaprófkjöri.
22.08.2017 - 18:49
Ekki vanhæfur vegna vinskapar á golfvellinum
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru þriggja íbúa við Hamarsbraut og Hellubraut í Hafnarfirði. Íbúarnir kröfðust þess að breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna Hellubraut 5 til 7 sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í nóvember yrði felld úr gildi. Íbúarnir töldu að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu verið vanhæfir þar sem annar eigandi Hellubrautar 5 til 7 væri skoðunarmaður reikninga fyrir flokkinn en hinn hefði verið varabæjarfulltrúi hans í fjögur ár.