Sjálfstæðisflokkurinn

Páll Magnússon hættir á þingi
Páll Magnússon alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi. Hann hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarin fimm ár. Hann segir þessa ákvörðun persónulega, en hún sé ekki tekin vegna aðstæðna í pólitíkinni.
Sjálfstæðismenn fresta landsfundi
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í fyrradag að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á næsta ár en til stóð að halda landsfund helgina 13. til 15. nóvember næstkomandi.
23.09.2020 - 12:24
Smá uppnám vegna „fyrirspurnaflóðs“ Björns Leví
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því upp á Alþingi í dag hvort Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, væri að fara á svig við fyrispurnarform þingsins með tugum fyrirspurna um lögbundinn hlutverk ýmissa ríkisstofnana. Björn Leví sagði rétt að halda því til haga að fyrirspurnaflóðið væri forseta Alþingis að kenna.
05.05.2020 - 14:41
Jón kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins
Þingmaðurinn Jón Gunnarsson var í dag kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á flokksráðs- og formannafundi flokksins sem haldinn er á Reykjavík Hótel Nordica.
14.09.2019 - 16:30
„Álíka trúverðugt og skýring Sigmundar Davíðs“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gerði umræðuna í kringum þriðja orkupakkann að umtalsefni í ræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi flokksins á Hótel Reykjavík Nordica í dag.
14.09.2019 - 14:40
„Þetta eru ekki sýndarstjórnmál“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi afturhaldsöfl í íslenskum stjórnmálum í setningarræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi flokksins sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica.
14.09.2019 - 11:40
Viðtal
„Sé ekki fyrir mér að hætta í stjórnmálum“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki tímabært að velta fyrir sér framtíð sinni sem formaður flokksins. Hann hafi áhuga á að halda áfram og sér ekki fyrir sér að hætta í stjórnmálum.
12.08.2019 - 07:52
Viðtal
Vilja atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann
Nú stendur yfir opinn fundur með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Fundurinn hófst klukkan 11 með ávarpi Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins en þar sagði hann málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans ótrúverðugan. Flokksmenn vilja atkvæðagreiðslu um málið innan flokksins.
10.08.2019 - 13:02
Sjálfstæðisflokkurinn 90 ára
Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára í dag. Hann var stofnaður 25. maí 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið stærsti eða einn stærsti flokkur landsins í kosningum bæði til þings og sveitarstjórna. 
25.05.2019 - 13:26
Varaforsetar byrjaðir að vinna í Klausturmáli
Nýir varaforsetar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, hafa nú formlega tekið við Klausturmálinu og fengið afhent gögn. Upptökurnar af Klaustri eru ekki þar á meðal.
„Vanstillt viðbrögð“ fulltrúaráðsins
Páll Magnússon hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna vantraustsyfirlýsingar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum. Í bréfi sem Páll sendi fréttastofu kallar hann viðbrögð fulltrúaráðsins á fundi í Ásgarði í gærkvöldi vanstillt. Flokkurinn hafi klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé nú reynt að finna sök hjá öðrum. 
B og D í meirihluta í Fljótsdalshéraði
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur og óháðir, mynda nýjan meirihluta í Fljótsdalshéraði á komandi kjörtímabili. Er það niðurstaðna viðræðna fulltrúa flokkanna undanfarna daga, segir í fréttatilkynningu. Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokks, verður forseti bæjarstjórnar og Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra, verður formaður bæjarráðs.
Gunnar býður Framsókn og L-lista upp í dans
Oddviti Sjálfstæðisflokks á Akureyri vill sjá heildarsamband allra flokka í bæjarstjórn eða sjö manna meirihluta með Framsóknarflokki og L-lista. Það séu vonbrigði að vera með flesta bæjarfulltrúa annað kjörtímabil og vera aftur í minnihluta. Oddvitar L-lista og Samfylkingar segja viðræður við Framsóknarflokk í fullum gangi, en ekkert sé í höfn. „Við erum trú því eins og er,” segir oddviti L-lista.
Myndskeið
Reiðubúinn að vinna með hverjum sem er
Við erum reiðubúin að vinna með hverjum sem er að breytingum í Reykjavík, sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hann ávarpaði félaga sína á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Við bjóðumst til þess að vinna fyrir borgarbúa, fyrir íbúana.“
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
Ætla að lækka útsvar og leysa samgönguvandann
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill lækka útsvar um hálft prósentustig og auka samstarf ríkis og borgar í húsnæðis- og samgöngumálum. Sundabraut fer aftur á samgönguáætlun en fjármálaráðherra segir að skort hafi sýn og vilja af hálfu borgarinnar til að tengja borgina betur.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.
Sjö flokkar í framboði á Akureyri
Sjö stjórnmálaflokkar hafa skilað inn framboðslistum á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar. Yfirkjörstjórn yfirfór öll gögn í gær. Píratar og Miðflokkurinn að bjóða fram í fyrsta sinn til sveitarstjórnar á Akureyri. 
Gunnar til liðs við sjálfstæðismenn á Héraði
Anna Alexandersdóttir forseti bæjarstjórnar leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs er í öðru sæti og Berglind Harpa Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur í því þriðja. Gunnar var áður oddviti Á-listans sem ekki býður fram að þessu sinni.
Kristján Þór leiðir í Norðurþingi
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Framboðslisti flokksins var samþykktur á félagsfundi sjálfstæðisfélaganna í gærkvöld.
Þórdís Kolbrún kjörin varaformaður
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var nú á fjórða tímanum kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fékk hún 95,6 prósent atkvæða. Af 753 gildum atkvæðum fékk hún 720. Þetta er í fyrsta skipti sem Þórdís Kolbrún sækist eftir þessu embætti. Hún sagði að kjörinu loknu að hún væri afar þakklát og hana hefði ekki grunað að hún fengi svo góða kosningu. Í samtali við fréttastofu sagði Þórdís Kolbrún að hún teldi að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi sterkur af landsfundi og sameinaður.
18.03.2018 - 15:25
Þátttaka á HM ekki í hættu vegna Skripal
Landsfundi Sjálfstæðisflokks er framhaldið í Laugardalshöll um helgina þar sem hann hófst í gær. Yfirskrift fundarins er Gerum lífið betra. Í morgun sat forysta flokksins setið fyrir svörum fundarmanna þar sem spurt hefur verið nánast um allt milli himins og jarðar, komugjöld, heilbrigðisþjónustu, landbúnað, bílaleigur og hvort einhver hætta sé á að Ísland muni ekki taka þátt í HM í Rússlandi í ljósi stöðunnar í Bretlandi
17.03.2018 - 14:35
Rósa fékk 63 prósent í fyrsta sæti
Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún hlaut 63 prósent gildra atkvæða í fyrsta sætið og var ein um að gefa kost á sér í það. Fjögur sóttust eftir öðru sætinu. Kristinn Andersen varð hlutskarpastur. Hann hlaut 315 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Ingi Tómasson varð þriðji og Helga Ingólfsdóttir fjórða.
Rósa efst og Kristinn annar
Kristinn Andersen er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna þegar 60 prósent atkvæða hafa verið talin. Hann er einn fjögurra sem sóttust eftir öðru sætinu en Rósa Guðbjartsdóttir, núverandi oddviti flokksins, sóttist ein eftir því að leiða listann. Ingi Tómasson skipar þriðja sæti, eins og staðan er núna og Helga Ingólfsdóttir það fjórða.