Sjálfstæðisflokkurinn

Guðmundur Árni vill mynda meirihluta með Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, hefur sett sig í samband við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í bænum, og óskað eftir viðræðum um myndun meirihluta Samfylkingar og Framsóknar.
Körfuboltastelpur fá bætur vegna frelsisborgaranna
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að bæta körfuboltastúlkum í KR upp fyrir það tap sem þær urðu fyrir þegar flokkurinn bauð upp á hamborgara fyrir leik þeirra á sunnudag. Stúlkurnar safna fyrir keppnisferðum sínum með ágóða úr sjoppu sem foreldrafélagið heldur úti á leikjum.
09.05.2022 - 15:56
Eyþór hafði betur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í eyjum
Eyþór Harðarson hafði betur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær en Hildur Sólveig Sigurðardóttir, núverandi oddviti flokksins í bæjarstjórn, hafnaði í öðru sæti.
Hildur: Það eru breyttir tímar í Sjálfstæðisflokknum
Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eftir prófkjörið í gær segist ganga óbundin til kosninga. Greiða þurfi úr samgöngum og endurskoða þurfi ýmis atriði sem varði uppbyggingu Borgarlínu. Hún segir nýja tíma runna upp í Sjálfstæðisflokknum.
Ásdís verður oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fór í dag. Hún hlaut 1.881 akvæði í efsta sæti en 2.521 tók þátt í kjörinu.
Ingvar Pétur efstur í Rangárþingi ytra
Ingvar Pétur Guðbjörnsson blaðamaður verður oddviti sjálfstæðismanna í Rangarþingi ytra eftir prófkjör flokksins í dag. Hann hlaut 219 atkvæði í fyrsta sæti. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gaf kost á sér en hlaut ekki brautargengi í efsta sætið.
Eyþór Arnalds gefur ekki kost á sér í vor
Eyþór Laxdal Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann segir ákvörðun sína tekna af persónulegum en ekki pólítískum ástæðum.
Leggja til leiðtogaprófkjör
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ákvað á fundi sínum í kvöld að leggja til að leiðtogaprófkjör verði haldið hjá flokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tillaga stjórnar verður lögð fyrir fulltrúaráðið sem tekur afstöðu til hennar. Sá fundur verður að líkindum í janúar.
Fréttaskýring
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum. 
70 prósent kjósenda VG á móti óbreyttu stjórnarmynstri
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eftir kosningar í haust, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Vísi.is. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru hins vegar áfjáðir í að halda óbreyttu stjórnarmynstri.
Guðrún og Njáll leiða D-lista í S- og NA-kjördæmi
Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri fékk flest atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, bar sigur úr býtum í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi.
Guðbjörg Oddný gefur kost a sér
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Prófkjörið stendur yfir í þrjá daga, 10.-12. júní.
13 í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík
Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í haust.  Framboðsfrestur rann út í gær fyrir prófkjörið sem verður haldið fjórða og fimmta júní.
15.05.2021 - 11:26
Formaður FEB í Reykjavík í framboð
Ingibjörg Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), gefur kost á sér í 4. - 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður 4. og 5. júní.
Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í haust. Í framboðstilkynningu segist hann vonast eftir því að komast í annað af tveimur efstu sætunum.
Áslaug Arna vill leiða sjálfstæðismenn í borginni
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að gefa kost á sér í efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna sem verður fyrstu helgina í júní.
Páll Magnússon hættir á þingi
Páll Magnússon alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi. Hann hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarin fimm ár. Hann segir þessa ákvörðun persónulega, en hún sé ekki tekin vegna aðstæðna í pólitíkinni.
Sjálfstæðismenn fresta landsfundi
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í fyrradag að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á næsta ár en til stóð að halda landsfund helgina 13. til 15. nóvember næstkomandi.
23.09.2020 - 12:24
Smá uppnám vegna „fyrirspurnaflóðs“ Björns Leví
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því upp á Alþingi í dag hvort Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, væri að fara á svig við fyrispurnarform þingsins með tugum fyrirspurna um lögbundinn hlutverk ýmissa ríkisstofnana. Björn Leví sagði rétt að halda því til haga að fyrirspurnaflóðið væri forseta Alþingis að kenna.
05.05.2020 - 14:41
Jón kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins
Þingmaðurinn Jón Gunnarsson var í dag kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á flokksráðs- og formannafundi flokksins sem haldinn er á Reykjavík Hótel Nordica.
14.09.2019 - 16:30
„Álíka trúverðugt og skýring Sigmundar Davíðs“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gerði umræðuna í kringum þriðja orkupakkann að umtalsefni í ræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi flokksins á Hótel Reykjavík Nordica í dag.
14.09.2019 - 14:40
„Þetta eru ekki sýndarstjórnmál“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi afturhaldsöfl í íslenskum stjórnmálum í setningarræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi flokksins sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica.
14.09.2019 - 11:40
Viðtal
„Sé ekki fyrir mér að hætta í stjórnmálum“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki tímabært að velta fyrir sér framtíð sinni sem formaður flokksins. Hann hafi áhuga á að halda áfram og sér ekki fyrir sér að hætta í stjórnmálum.
12.08.2019 - 07:52
Viðtal
Vilja atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann
Nú stendur yfir opinn fundur með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Fundurinn hófst klukkan 11 með ávarpi Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins en þar sagði hann málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans ótrúverðugan. Flokksmenn vilja atkvæðagreiðslu um málið innan flokksins.
10.08.2019 - 13:02
Sjálfstæðisflokkurinn 90 ára
Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára í dag. Hann var stofnaður 25. maí 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið stærsti eða einn stærsti flokkur landsins í kosningum bæði til þings og sveitarstjórna. 
25.05.2019 - 13:26