Seyðisfjarðarlistinn

Seyðisfjarðarlisti sigrar og brettir upp ermar
„Við erum á gleðiskýi. Þetta er mjög afdráttarlaus kosning og mikið traust sem Seyðfirðingar hafa sýnt okkur. Þetta eru skýr skilaboð og við erum þakklát og hrærð,“ segir Hildur Þórisdóttir, oddviti Seyðisfjarðarlistans sem vann stórsigur í kosningunum í gær. Listinn náði hreinum meirihluta og velti úr sessi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar.