Seyðisfjarðarkaupstaður

Tvöfalt meiri löndun á Seyðisfirði
Fiskvinnsla á Seyðisfirði er að glæðast. Löndun á fiski hefur tvöfaldast eftir að Síldarvinnslan keypti Gullberg útgerðafyrirtæki staðarins og fiskur unninn alla virka daga. Þá er ferjan Norræna nýtt betur til að stytta flutningstíma á Englandsmarkað.
28.01.2015 - 12:08
450 nýjar Búsetaíbúðir á næstu 3-5 árum
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf við Búseta um uppbyggingu 226 íbúða. Félagið hefur þá alls 450 íbúðir í byggingu sem stefnt er á að verði tilbúnar á næstu 3-5 árum.
Áhyggjur af súrum vorleysingum
Loftmengun frá Holuhrauni veldur því að súr snjór safnast upp á hálendinu og í vorleysingum gæti sýrustog í ám og vötnum breyst skyndilega. Umhverfisstofnun hefur minni áhyggjur af vatnsbólum en telur þó ástæðu til að fylgjast grannt með.
08.12.2014 - 12:13
Þurfti sjálf að krefja hrellinn um bætur
Lögreglukona þurfti sjálf að höfða mál á hendur manni sem hafi hótað henni ítrekað vegna lögreglustarfa. Maðurinn fór meðal annars að heimili konunnar og hræddi barn hennar. Hann var dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur og öðrum lögreglumanni 200 þúsund einnig vegna hótana.
Lögreglumenn fá bætur vegna hótana
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann til að greiða tveimur lögregluþjónum samtals hálfa milljón króna í miskabætur vegna hótana sem hann hafði frami gegn þeim. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregluþjónar fá dæmdar bætur vegna andlegs ofbeldis og miska sem þeir verða fyrir vegna starfa sinna.
SVN fær að kaupa Gullberg á Seyðisfirði
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útgerðarfyrirtækinu Gullbergi og fiskiðjuveri Brimbergs á Seyðisfirði.
25.11.2014 - 12:36
Engin alvarleg fyrirstaða í Fjarðarheiði
Rannsóknarboranir á Fjarðarheiði í sumar benda til þess að engar meiriháttar hindranir séu í berginu í Fjarðarheiði. Þó finnst setberg sem gæti tafið gangagröft í gegnum heiðina eða álíka og í Norðfjarðargöngum.
05.11.2014 - 15:48
400 ferðamenn innlyksa á Seyðisfirði
Um 400 erlendir ferðamenn eru nú innlyksa á Seyðisfirði. Fólkið kom með ferjunni Norrænu í morgun og heldur kyrru fyrir í skipinu. Mikið hvassvirði hefur verið á Seyðisfirði í dag og óveður á Fjarðarheiði.
21.10.2014 - 15:40
Leiðbeiningar um gosmengun bornar í hús
Leiðbeiningar um viðbrögð við mengun frá Holuhrauni verða bornar í hús á Austfjörðum. Brennisteins-díoxíð hefur ekki rofið heilsuverndarmörk í nótt og í morgun. Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði fundaði í morgun vegna mengunarhættu frá eldgosinu í Holuhrauni.
Ómarkað fé fannst í Loðmundarfirði
Ómörkuðu fé sem smalað var úr Loðmundarfirði um helgina verður slátrað að kröfu Matvælastofnunar. Stofnuninn fékk ábendingar um vanhirt fé í firðinum og í eftirlitsferð í maí sást um hundrað fjár meirihlutinn ómarkaður.
Vilja setja upp lífdíselstöð á Egilsstöðum
Fyrirtækið Íslenskt eldsneyti hefur óskað eftir lóð á Egilsstöðum undir lífdísilstöð og rafmagnsbílahleðslu. Fyrirtækið stefnir á að geta boðið lífdísil hringinn í kringum landið, ekki síst fyrir fyrirtæki sem flytja vörur og fólk.
Þetta er innan í óvini Seyðisfjarðar
Bormenn vinna nú að því að bora 550-600 metra djúpa holu niður í Fjarðarheiði en tilgangurinn er að kanna hvað leynist inn í fjallinu sem er mikill farartálmi milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Það er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem borar holuna fyrir Vegagerðina.
19.08.2014 - 18:10
Öldurót tímans rannsakar svartholin
Í þriðja þætti af Ölduróti tímans sem nefnist Umbreytingar sólstjarnanna beinum við sjónum okkar að því sem ekki verður komið auga á. Þátturinn er á dagskrá Útvarpsleikhússins á Rás 1 klukkan 13 sunnudaginn 10. ágúst.
09.08.2014 - 12:03
Les hátt í 500 viðurnefni Seyðfirðinga
Víðsjá hringdi austur á Seyðisfjörð í gær og ræddi við Gunnhildi Hauksdóttur um gjörning hennar þar sem hún les upp ýmis viðurnefni Seyðfirðinga. Þetta er í tengslum við myndlistarsýninguna RÓ RÓ.
01.08.2014 - 09:26
Enn viðræður á Seyðis-og Vopnafirði
Á Seyðisfirði eru viðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vel á veg komnar. Arnbjörg Sveinsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segist vonast til að hægt verði að kynna niðurstöður viðræðna á bæjarstjórnarfundi á föstudag.
Mjótt á munum á Seyðisfirði
Mjótt var á munum hjá framboðum á Seyðisfirði en lokatölur leiddu í ljós nauman sigur Sjálfstæðisflokks. Hlaut hann 144 atkvæði, eða rétt tæplega 34% heildaratkvæðafjölda. Næstflest atkvæði hlaut Seyðisfjarðarlistinn, 142 talsins eða 33,5%.
Rætt um sameiningu Héraðs og Seyðisfjarðar
Bæjarráð Seyðisfjarðar og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hafa samþykkt bókun um kosti þess að sameina sveitarfélögin. Í bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs segir að hún telji mikla möguleika geta falist í frekari sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.
Enn eitt pylsusmyglið á Seyðisfirði
Tollverðir á Seyðisfirði tóku niðursoðnar pylsur og vín af bílstjórum á þýskum rútum sem komu með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun.
20.05.2014 - 14:00
Í stokk eða út í sjó
Leikskólamál, skuldastaða bæjarfélagsins og almenningssamgöngur var meðal þess sem rætt var á framboðsfundi með frambjóðendum í Fjarðabyggð í Speglinum. Til stendur að byggja nýjan leikskóla fyrir neðan grunnskólann í Neskaupstað. Milli skólanna liggur hins vegar aðalgata bæjarins.
Vilhjálmur efstur hjá Framsókn
Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista XB-lista Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks var einróma samþykkt á félagsfundi Framsóknarfélags Seyðisfjarðar og eiga eftirtaldir sæti á listanum.
Elfa Hlín leiðir Seyðisfjarðarlistann
Framboðslistinn fyrir nýtt framboð á Seyðisfirði, Seyðisfjarðarlistann, er tilbúinn. Listinn hefur listabókstafinn L.
Smyglkopar boðinn upp á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði ætlar að bjóða upp um 350 kíló af kopar sem tveir erlendir menn ætluðu með úr landi í fyrrasumar.
07.05.2014 - 21:00
Seyðisfjarðarkaupstaður
Kaupstaðurinn var til í núverandi mynd með sameiningu Seyðisfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar árið 1990.
02.05.2014 - 12:02
Óvissa um gangamunna tefur frístundabyggð
Vegagerðin hefur beðið skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs að fresta skipulagi á frístundabyggð við Seyðisfjarðarveg. Ástæðan er að þar gæti þurft að leggja veg að munna hugsanlegra Fjarðarheiðarganga.
Orðalag bréfs veldur tortryggni
Stjórnarmaður í Smyril Line hafnar því alfarið að tengsl við stjórnarmann í hafnarstjórn Fjarðabyggðar séu rótin að áhuga fyrirtækisins á að flytja vetrarsiglingar Norrænu frá Seyðisfirði til Eskifjarðar. Erfiðar samgöngur yfir Fjarðarheiði séu eina ástæða þess að SL íhugi að flytja siglingarnar.