Seyðisfjarðarkaupstaður

Framsókn og Austurlisti vilja helst starfa með D-lista
Formlegar viðræður eru ekki hafnar um myndun meirihluta sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu að mynda tveggja flokka meirihluta. Oddvitar Framsóknarflokks og Austurlista segja báðir að samstarf við Sjálfstæðisflokk sé þeirra fyrsti kostur.
Fundu annan leka undir brú El Grillo
Umhverfisstofnun og Landhelgisgæslan meta nú næstu skref og mögulegar aðgerðir til að stöðva leka úr flaki El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun segir lekann minni en undanfarin ár.
22.07.2020 - 14:27
Niðurstöðu að vænta úr nafnakosningu annað kvöld
Í nýju sveitarfélagi á Austurlandi greiddu kjósendur ekki aðeins atkvæði um forseta, heldur einnig um nafn á nýja sveitarfélaginu. 16 ára og eldri íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fengu að kjósa um nafn á sveitarfélaginu, auk erlendra ríkisborgara sem hafa kosningarétt í sveitastjórnarkosningum. Atkvæði úr nafnakosningunni verða talin seinni partinn á morgun.
Norræna flytur farþega á ný
Von er á rúmlega tuttugu farþegum með Norrænu til Seyðisfjarðar í næstu viku. Bæjarstjóri segir þau vel undirbúin og að enginn farþegi komi í land án heilsufarsvottorðs.
16.04.2020 - 12:43
Menningin
Myndlist, fræðsla og menning í Skaftfelli
„Það mætti segja að menningarstarfið hérna á Seyðisfirði sé mjög frjósamt. Hingað koma margir og dvelja tímabundið eða til lengri tíma og vinna að skapandi verkefnum,“ segir Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fræðslufulltrúi Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands sem er staðsett á Seyðisfirði.
12.03.2020 - 07:59
Menningin
Ók vespu frá Íslandi til Portúgals með saltfiskshlass
„Ég átti mér draum draumanna og vildi fljúga á vespu yfir hafið til Portúgals. Í þetta sinn vildi ég gera listaverk og fékk þá hugmynd að fara á vespunni frá Íslandi til Portúgals og taka með mér gjöf. Það var draumurinn,“ segir listakonan Monika Fryčová.
09.03.2020 - 11:43
62 hugmyndir um nafn á nýtt sveitarfélag
Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til þess að veita umsagnir um 62 hugmyndir um nafn nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út 7. febrúar og bárust alls 112 tillögur með 62 hugmyndum.
Konan sem féll í hlíðum Fjarðardals á batavegi
Konan sem var bjargað úr læk í hlíðum Fjarðardals í Seyðisfirði í fyrrakvöld er illa slösuð en á batavegi. Hún liggur enn á gjörgæslu og gekkst undir bakaðgerð í gær sem er sögð hafa heppnast ágætlega.
08.08.2019 - 15:30
Slasaðri konu bjargað úr læk, þyrlan send heim
Kona sem bjargað var slasaðri og illa kvalinni úr læk í hlíðum Fjarðardals á Seyðisfirði í kvöld er nú á leið til Egilsstaða í sjúkrabíl, en þaðan verður hún send með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem kölluð var út vegna slyssins, var snúið við skömmu eftir flugtak, þegar fyrir lá að hægt væri að koma konunni í sjúkrabíl.
07.08.2019 - 00:58
Þrastarhreiður í úrkomumæli
Bjarki Borgþórsson, snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði kom að þrastarhreiðri í úrkomumæli á föstudaginn. „Ég tók svona rútínutékk, eins og ég geri á sumrin. Þá sá ég að þrastarhreiður fyllti hann allan,“ segir hann. Hann segir að þetta sé gott hreiðurstæði fyrir þresti.
15.07.2019 - 15:01
Viðtal
Sameining til skoðunar á Austurlandi
Nýtt fimm þúsund manna sveitarfélag gæti orðið til á Austurlandi á næstunni. Nú standa yfir viðræður um mögulega sameiningu Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að nýtt sveitarfélag yrði gríðarlega víðfeðmt og næði í raun að umfaðma tvö önnur sveitarfélög, Fjarðabyggð og Fljótsdalshrepp.
Ræða sameiningu fjögurra sveitarfélaga
Hafnar eru óformlegar viðræður um sameiningu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðarhrepps. Sameinað sveitarfélag myndi telja tæplega 5.000 íbúa.
Fótboltavöllur Seyðfirðinga er ónýtur
Fótboltavöllurinn á Seyðisfirði er svo gott sem ónýtur og það kostar um það bil 50 milljónir að laga hann. Vegna þessa getur meistaraflokkur Hugins ekki æft og leikið heimaleiki á eigin velli heldur þarf að aka yfir í næsta sveitarfélag.
31.05.2018 - 14:00
Seyðisfjarðarlisti sigrar og brettir upp ermar
„Við erum á gleðiskýi. Þetta er mjög afdráttarlaus kosning og mikið traust sem Seyðfirðingar hafa sýnt okkur. Þetta eru skýr skilaboð og við erum þakklát og hrærð,“ segir Hildur Þórisdóttir, oddviti Seyðisfjarðarlistans sem vann stórsigur í kosningunum í gær. Listinn náði hreinum meirihluta og velti úr sessi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar.
Meirihlutar falla unnvörpum fyrir austan
Stærstu tíðindin á Austurlandi í sveitarstjórnarkosningunum í gær eru þau að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Fjarðabyggð féll á einu atkvæði að því er virðist, Seyðisfjarðarlistinn náði hreinum meirihluta á Seyðisfirði og Framsóknarflokkur felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins og náði hreinum meirihluta á Hornafirði.
Seyðfirðingar þurfa göng og húsnæði
Skortur á húsnæði stendur Seyðisfirði fyrir þrifum að mati frambjóðenda þar í sveitarstjórnarkosningunum. Brýnast sé að bæta úr því og halda áfram ötulli baráttu fyrir göngum undir Fjarðarheiði.
Bilun truflar póstþjónustu á Seyðisfirði
Tæknibilun hefur gert það að verkum að hvorki er hægt að afgreiða né taka á móti skráðum póstsendingum á Seyðisfirði. Bilunin kom upp laust eftir hádegi á föstudag.
11.12.2017 - 14:12
Varnaraðgerðir vegna skriðufalla á Seyðisfirði
Á næstu vikum verður kynnt skýrsla um varnaraðgerðir vegna skriðufalla við sunnanverðan Seyðisfjörð. Síðan 2002 hefur verið unnið að rannsóknum á skriðuhættu þar en í miklum vatnsveðrum sem gengu yfir Austurland í lok árs féllu margar litlar spýjur á svæðum bæði norðan og sunnan fjarðarins. Íbúar á hættusvæðum eru óþreyjufullir eftir upplýsingum um hvað muni gerast þar sem viðhald og endurbætur húsnæðis verður alltaf háðar því hvort að húsin verði varin eða keypt upp, segir bæjarstjórinn.
19.04.2016 - 13:22
Fengu útrunnið nammi - öskudagur endurtekinn
Krakkar sem mættu á bæjarskrifstofu Seyðisfjarðar í þeirri von að fá sætindi í skiptum fyrir söng keyptu köttinn í sekknum. Því bæjarfélagið hafði fest kaup á nammi sem var útrunnið. Bæjarfélagið ætlar að bæta börnunum þetta upp með því að endurtaka öskudagsgleðina á miðvikudag. Börnunum gefst þar tækifæri á að koma og syngja fyrir nýju sælgæti - bærinn setur það ekki sem skilyrði að þau verði í búningum.
15.02.2016 - 15:33
Afgreiðsla Landsbankans færð, ekki lokuð
Landsbankinn segir að ekki standi til að loka afgreiðslu bankans á Seyðisfirði, eins og Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt fram á Alþingi í dag.
27.11.2015 - 15:22
Landsbankinn endurskoði lokun á Seyðisfirði
Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á þeim fréttum á þingfundi í dag að Landsbanki Íslands ætlaði að loka útibúi sínu á Seyðisfirði og minnka starfsemina niður í eitt stöðugildi sem sinni þjónustu á nýjum stað daglega milli 12 og 3.
27.11.2015 - 14:02
Telja ósamræmi í skýringum á Íslandsför
Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til þess að hollenska konan, sem er grunuð um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli til Íslands með Norrænu, yrði áfram í gæsluvarðhaldi. Hún hefur verið úrskurðuð í farbann til 21. október. Héraðsdómur Norðurlands eystra var á öndverðum meiði.
Kærðu bæði gæsluvarðhald í „húsbílamálinu“
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir hollensku pari sem var handtekið á Seyðisfirði með mikið magn fíkniefna. Þau fundust í húsbíl sem parið hafði tekið á leigu og voru falin í 14 niðursuðudósum, varadekki bílsins og tveimur gaskútum.
Íbúum Norðurlands vestra fækkaði mest
Íbúum á Djúpavogi fækkaði um 48 á síðasta ári og má segja að um tíundi hver íbúi hafi flutt burt. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Mest fólksfækkun var á Norðurlandi vestra sé litið til einstakra landshluta.
Vatnsból Seyðfirðinga óvarið fyrir ösku
Vatnsból Seyðfirðinga er óvarið gegn öskufalli og mögulega þyrfti að afla drykkjavatns á flöskum ef kæmi til öskufalls frá Bárðarbungu. Sama gildir um nokkra sveitabæi í Mjóafirði. Áætlun um viðbrögð við hamfaraeldgosi og öskufalli á Austurlandi er enn í smíðum hálfu ári eftir að eldgos hófst.
04.02.2015 - 14:23