Seyðisfjarðarkaupstaður

Samþykkt að verja hundruðum milljóna vegna skriðufalla
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að verja samtals 375 milljónum vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember fyrir tveimur árum og skriðufallanna í Út-Kinn í október. 190 milljónum verður varið til að mæta kostnaði við flutningi húsa af hættusvæðum á Seyðisfirði.
Steypt í sprungur El Grillo og flotkvíar settar upp
Fimmtíu milljónum króna verður varið til aðgerða vegna olíuleka frá hinu sokkna skipi El Grillo í Seyðisfirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Keyptar verða flotkvíar til að fanga olíubrák frá El Grillo ef olía berst áfram upp á yfirborðið. Þá verður þess freistað í sumar að steypa í sprungur á tveimur tönkum skipsins til að stoppa olíulekann.
Rigning, hláka og slydda á Austfjörðum
Ekki er gert ráð fyrir að stytti upp á Austfjörðum næsta rúma sólarhringinn. Þá er snjó tekið að leysa í fjöllum sem bætir á vætuna. Almannavarnir funduðu í gær og gáfu út úrkomu- og skriðuviðvörun á sunnanverðum Austfjörðum. Vegna þess að spáð er suðaustan vindátt er talið að svonefndur úrkomuskuggi skapist á Seyðisfirði og því ekki talin ástæða til rýmingar húsa. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að úrkoman sé þónokkur.
18.10.2021 - 08:15
Ekki ástæða til rýmingar á Seyðisfirði
Almannavarnir telja ekki ástæðu til að rýma hús á Seyðisfirði þrátt fyrir að búist sé við talsverðri úrkomu á Austfjörðum næstu daga.
Landinn
„Okkur langaði bara í sushi“
„Okkur langaði bara í sushi upphaflega. Vorum samt alltaf með tenginguna við fiskinn, þegar maður er í fiskibær þá er fiskurinn svo nærtækur,“ segir Davíð Kristinsson, einn eigenda Norð Austur, Sushi-staðar á Seyðisfirði.
Líklegra að svæðið falli í smærri brotum en allt í einu
Hreyfingin í hlíðinni á Seyðisfirði, milli skriðusársins frá því í desember og Búðaár, er mismikil eftir því hvar mælar Veðurstofu Íslands eru staðsettir. Svæðið er talsvert sprungið og telja sérfræðingar líklegra að það falli í smærri brotum en að það fari allt í einu.
08.10.2021 - 20:21
Um 200 farþegar Viking Sky fóru í land á Djúpavogi
Rannsókn stendur enn yfir á hugsanlegu broti á sóttvarnareglum þegar farþegar úr skemmtiferðaskipinu Viking Sky fóru í land á Djúpavogi í gær. Kórónuveirusmit hafði áður verið staðfest hjá einum farþega skipsins.
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum hefur verið aflýst. Þá hefur rýmingu verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og geta íbúar þeirra snúið aftur til síns heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Ekki er talið að grípa þurfi til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð.
Styttir upp á Seyðisfirði
Almannavarnir ákveða núna í hádeginu hvort rýmingu verður aflétt á Seyðisfirði. Verulega hefur dregið úr úrkomu og nánast hefur stytt upp. Þá er gert ráð fyrir kólnandi veðri og sú slydda eða snjókoma sem er í kortunum er ekki talin auka hættu á skriðuföllum. Þrátt fyrir að talsvert hafi rignt í gærkvöldi og nótt mældust engar hreyfingar í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð.
Styttir upp rétt fyrir næsta úrkomubakka á Seyðisfirði
Ekki er vitað til þess að skriða hafi fallið á Austfjörðum í gær eða nótt, að því er kemur fram í fréttatilkynningu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar. Þá hefur engin marktæk hreyfing orðið í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð. Úrkoma mældist 40-45 mm í nótt. Það rigndi meira sunnar á Austfjörðum, á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Stytta á upp fyrir hádegi en svo er búist við öðrum úrkomubakka í kvöld.
Meta hvort grípa þurfi til rýmingar um helgina
Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudaginn. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði.
Hitaveitan til vandræða á Seyðisfirði eftir skriðuna
Ýmis vandamál hafa komið upp við að halda hitaveitu á Seyðisfirði gangandi eftir skriðuföllin um miðjan desember. Höggbylgjan af völdum skriðunnar laskaði kerfið og hefur leki komið að kerfinu á nokkrum stöðum.
VIÐTAL
Dofinn og tættur eftir skriðuföllin á Seyðisfirði
Íbúi við Hafnargötu á Seyðisfirði hélt að það væri hans hinsta stund þegar skriðan féll. Þau hjónin hafa ekki enn geta snúið aftur til síns heima, og segir hann að svæðið sem þau búa á sé óbyggilegt vegna yfirvofandi hættu á frekari skriðuföllum.
26.12.2020 - 18:19
Myndskeið
„Við erum bara peð þegar öllu er á botninn hvolft“
Búið er að þétta net mælitækja í grennd við skriðurnar sem féllu við Seyðisfjörð til að fylgjast náið með hreyfingum í fjallinu. Snjóflóðaeftirlitsmaður á Seyðisfirði kallar eftir því að eftirlitskerfið verði eflt enn frekar þannig að hægt verði að nálgast upplýsingar um hreyfingar í fjallinu í rauntíma.
23.12.2020 - 14:39
Hreinsunarstarf hafið á fullu á Seyðisfirði
Hreinsunarstarf er í fullum gangi á Seyðisfirði eftir skriðuföllin í seinustu viku og um helgina. Hátt í 200 Seyðisfirðingar halda jól utan heimila sinna en um 100 manns fengu að snúa heim í gærkvöld. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi vegna hlýinda sem eru í kortunum.
23.12.2020 - 11:34
Viðtal
Tillögur að ofanflóðavörnum á Seyðisfirði kynntar í vor
Næsta vor eiga að liggja fyrir tillögur um ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, segir umhverfisráðherra. Ekki sé verið að draga lappirnar. Til standi að finna leið til að drena vatn úr jarðlögum
Myndskeið
Komu rafmagni á mikilvæga staði
Björgunarfólk hefur komið rafmagni á mikilvæga staði á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarmaður var stutt frá stóru skriðunni á föstudag og horfði á félaga sína í bíl berast burt með flóðinu.
Myndskeið
Tilfinningaþrungin stund að koma heim til Seyðisfjarðar
Það var tilfinningaþrungin stund fyrir marga Seyðfirðinga að fá að snúa aftur heim í dag. Margir upplifðu létti í bland við ótta. Sumir fá þó ekki að fara inn á heimili sín og þurfa að gista annars staðar.
Viðtal
Guðni: „Hljótum að þakka þá guðs mildi að enginn fórst“
„Framar öllu hljótum við að þakka þá guðs mildi að enginn fórst í þessum hamförum. Það skall svo sannarlega hurð nærri hælum og hann lýsti því vel, Brimir Christophsson í fréttunum í gær,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þakklæti sé honum ofarlega í huga fyrir þá miklu samstöðu sem fólk hafi sýnt og skotið skjólshúsi yfir Seyðfirðinga. Hann hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir og Rauða krossinn. Guðni hyggst heimsækja Seyðfirðinga við fyrsta hentugleika.
Ráðherrar COVID-skimaðir áður en þeir fara austur
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætla að fljúga austur á firði á þriðjudagsmorgun. Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, segir að eftir samtal við heimamenn á Seyðisfirði hafi verið ákveðið að fara ekki austur í fyrramálið eins og upphaflega stóð til heldur fresta því fram á þriðjudagsmorgun. Ráðherrarnir verða á morgun skimaðir fyrir kórónuveirunni líkt og allir þeir sem fara til Seyðisfjarðar þessa dagana.
Viðtal
Þrír ráðherrar á leið austur á firði
Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætla austur á Seyðisfjörð í fyrramálið til að kynna sér aðstæður, ræða við heimamenn og sýna stuðning í verki. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir að ríkisstjórnin muni styðja við bakið á Seyðfirðingum. 
Viðtal
11 ára drengur og faðir hans hlupu undan skriðunni
Við héldum að húsið myndi detta á okkur, segir ellefu ára drengur sem tókst ásamt föður sínum að forða sér á hlaupum undan stóru skriðunni í gær. Pabbi hans greip hann og var tilbúinn að stökkva í sjóinn til að bjarga þeim. Drengurinn segir það heppni að skriðan hafi stoppað á húsi sem stóð bak við íbúðarhúsið.
Enginn í fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði í nótt
Enginn þurfti að leita til fjöldahjálparstöðvar sem opnuð var á Seyðisfirði í gærkvöld. Þeir sem þurfti að yfirgefa heimili sín höfðu í önnur hús að vernda að sögn lögreglunnar á Austurlandi.
16.12.2020 - 08:01
Framsókn og Austurlisti vilja helst starfa með D-lista
Formlegar viðræður eru ekki hafnar um myndun meirihluta sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu að mynda tveggja flokka meirihluta. Oddvitar Framsóknarflokks og Austurlista segja báðir að samstarf við Sjálfstæðisflokk sé þeirra fyrsti kostur.