Seltjarnarnesbær

Umhverfisstofnun vill áfram ferðabann á Gróttu
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að bann við ferðum um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnes verði framlengt en því hefur verið lokað frá 1. maí til og með 15. júlí.
11.07.2019 - 19:17
Úttekt gerð á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum í dag að fela óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á barnaverndarnefnd bæjarfélagsins. Í greinargerð fulltrúa Samfylkingarinnar kemur fram að ástæðan séu „alvarlegar ásakanir“ í garð barnaverndarnefndarinnar.
12.06.2019 - 22:32
Ákvörðun um Borgarlínu vísað til bæjarstjórnar
Ákvörðun um þátttöku Seltjarnarnesbæjar samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínu og undirbúningsvinnu við framtíðaruppbyggingu samgöngumannvirkja var vísað til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs í morgun.
Myndskeið
Eldsneyti fyrir 5000 bíla fer til spillis
Metangas, sem dugir til að knýja fjögur til fimm þúsund litla fólksbíla í heilt ár, fer til spillis hjá Sorpu vegna lítillar eftirspurnar. Framkvæmdastjóri Sorpu furðar sig á því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem eiga Sorpu, skuli ekki nýta gasið í meira mæli á þjónustubíla sína. Aðeins tveir strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu ganga fyrir metani.
Seltjarnarnes vill selja Lækningaminjasafn
Seltjarnarnesbær hefur sett á sölu húsnæði sem ætlað var undir starfsemi Lækningaminjasafns. Óskað er eftir tilboðum í húsið. Ríkið og Seltjarnarnesbær hafa staðið í deilum vegna fjármögnunar á húsinu. Málið er komið fyrir dómstóla og verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 14.janúar.
06.12.2018 - 11:33
Brýnar vegabætur verði að setja í forgang
Fyrst verður að ákveða að flýta brýnum vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu áður en ákveðið verður að taka upp veggjöld. Þetta segir formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Veggjöld geti aðeins verið tímabundin og tryggja verði að þau renni til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkið og Seltjarnarnesbær stál í stál
Ríkið hefur stefnt Seltjarnarnesbæ vegna kostnaðar við nýtt læknaminjasafn. Ríki og sveitarfélag standa stál í stál en málið verður útkljáð fyrir dómstólum fyrir áramót. Húsið sem átti að hýsa safnið hefur staðið autt í átta ár. Bæjarstjóri vill auglýsa það til sölu. Fram kom í Speglinum í gær að húsið liggi undir skemmdum og að Seltjarnarnesbær hafi hætt við að nota það undir lækningaminjar.
Strætó ekur hugsanlega í gegnum útivistarsvæði
Kljúfa gæti þurft tvö útvistarsvæði með strætóakbrautum til að stytta ferðatíma á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tillögum í nýrri skýrslu. Þá gæti Hverfisgötu í Reykjavík og fleiri götum verið lokað fyrir annarri bílaumferð en strætó.
Vill sveitarfélögin í átak gegn vinnumansali
Bæjarstjórn Seltjarnarness vill að stjórn Sambands sveitarfélaga fari í sameiginlegt átak gegn slæmri meðferð á erlendum starfsmönnum og auki eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna. 
Tvær draga sig úr störfum fyrir N-lista
Tvær þeirra sem skipuðu sæti ofarlega á framboðslista N-lista Viðreisnar og Neslistans fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi hafa sagt sig frá störfum fyrir hann. Hildigunnur Gunnarsdóttir varabæjarfulltrúi er önnur þeirra en hin er Rán Ólafsdóttir sem skipaði fjórða sæti listans.
21.08.2018 - 16:48
Ferðamaður gisti í fuglaskoðunarhúsi
Auralítill ferðalangur dvaldi næturlangt í fuglaskoðunarhúsi á Seltjarnarnesi aðfaranótt fimmtudags. Það gerði hann að eigin sögn vegna þess að hann hafði ekki efni á annarri gistingu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
03.08.2018 - 04:00
Hélt meirihluta með sinni lökustu útkomu
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 46,2 prósent atkvæða á Seltjarnarnesi í bæjarstjórnarkosningunum í dag. Flokkurinn heldur því meirihluta sínum í sveitarfélaginu þrátt fyrir að í raun megi segja að tvö klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum hafi verið í framboði. Þetta er þó lakasta niðurstaða sem flokkurinn hefur fengið í kosningum í sveitarfélaginu frá upphafi. Áður hafði flokkurinn minnst fengið 48 prósent atkvæða í sveitarfélaginu.
Fjármálastjóri borgarinnar hnýtir í úttekt SA
Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, er ekki par hrifinn af samantekt sem Samtök atvinnulífsins gerðu um tólf stærstu sveitarfélög landsins. „Um þessa samantekt hæfir að segja „betur má ef duga skal“,“ skrifar fjármálastjórinn í minnisblaði sínu til borgarstjóra sem kynnt var á fundi borgarráðs í gær en úttekt SA nefndist einmitt „Betur má ef duga skal“.
Fjórir listar berjast um völdin
Málefni grunnskóla og leikskóla annars vegar og fjármál sveitarfélagsins hins vegar ber hvað hæst í málflutningi frambjóðenda til bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. Oddvitar Samfylkingarinnar og Viðreisnar/Neslista leggja áherslu á að gera verði betur í skólamálum. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins segir vel unnið í skólamálum og að fjárhagurinn sé í góðum málum. Oddviti nýs framboðs segir hins vegar að slaknað hafi á stjórn fjármála bæjarins.
Nýtt framboð á Seltjarnarnesi
X-F Fyrir Seltjarnarnes er nýr listi sem býður fram í sveitarstjórnarkosningum 26. maí. Skafti Harðarson, framkvæmdastjóri, leiðir listann, Ástríður Sigurrós Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, er í öðru sæti og Guðrún Erla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, er í því þriðja.
Viðreisn og Neslisti saman á Seltjarnarnesi
Þau Karl Pétur Jónsson og Hildigunnur Gunnarsdóttir leiða sameiginlegan lista Viðreisnar og Neslista á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosingunum í næsta mánuði. Listinn býður fram undir listabókstafnum N.
Hafa rætt hámarkshraða á hjólastígum
Það hefur verið rætt innan stjórnkerfisins á Seltjarnarnesi að setja reglur um hámarkshraða á hjólastígum í bænum. Þetta segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri í viðtali við Morgunblaðið en tekur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt þar sem vinna standi nú yfir við gerð umferðaröryggisáætlunar. Hámarkshraði sé þó til skoðunar.
26.03.2018 - 07:46
Þriggja ára deilu um söluskála lokið
Seltjarnarnesbær má láta fjarlægja söluskála við Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sem hefur staðið þar frá því fyrir síðustu aldamót. Bærinn og eigandi söluskálans hafa deilt um framtíð skálans frá árinu 2014. Þá sóttist eigandinn eftir framlengingu á lóðaleigusamningi en bæjaryfirvöld sögðu honum að hafa sig á brott.
Fimm konur í sjö efstu sætum Sjálfstæðisflokks
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í efsta sæti, eða 463 af 711. Magnús Örn Guðmundsson er í öðru sæti og Sigrún Edda Jónsdóttir í því þriðja. 
Viðtal
Ungir frumkvöðlar moka út cókói og kleins
Tveir ungir frumkvöðlar á Seltjarnarnesi segja að þeir séu að verða ríkir af því að selja ferðamönnum kakó og íslenskar kleinur undir nýju alþjóðlegu heiti. Það var fallegt veður en kalt við Gróttu í dag, þar sem bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann Stefánssynir stóðu við heimasmíðaða kaffivagninn sinn og seldu vegfarendum reyndar ekki kaffi, heldur það sem þeir kalla cókó og kleins.
20.01.2018 - 19:51
Á brimbretti í norðangarranum
Það var huggun harmi gegn í kulda og trekki við Gróttu á Seltjarnarnesi í dag að horfa á ægifagurt brimið skella á grjótinu. Í kuldatíðinni sem nú ríkir vilja flestir vilja helst dúða sig í hlý föt eða orna sér við heitan drykk undir teppi. En Axel Hallgren, sænskur brimbrettakappi, sem Kristinn Þeyr Magnússon, myndatökumaður Sjónvarps rakst á, ákvað heldur að faðma öldurnar.
13.12.2017 - 22:56
Fimmfalt meira skólprusl á Nesinu
Notaðir eyrnapinnar, blautþurrkur og dömubindi eru nú minnst fimmfalt fleiri í fjöru á Seltjarnarnesi en í apríl. Það er rakið til mikils skólpflæðis úr skólpdælustöðinni við Faxaskjól. Bæjarstjóri Seltjarnarness segir að fyrsta verk ætti að vera að upplýsa alla. Bærinn fékk ekkert að vita frekar en aðrir. 
10.07.2017 - 20:02
Reykjavík úthlutar færri lóðum en Kópavogur
Kópavogur, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa hvert um sig úthlutað fleiri lóðum til byggingar íbúðarhúsnæðis en Reykjavík. Hins vegar er töluvert meira í byggingu í Reykjavík en í hinum sveitarfélögunum.
Fötluðu fólki vísað í leigubíla á gamlársdag
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu hættir að ganga klukkan þrjú á gamlársdag, þó að undirritað samkomulag segi að akstur á stórhátíðardögum eigi að vera eins og á sunnudögum. Stjórnarformaður Strætó BS segir að þetta sé ekki brot á samkomulaginu, þó að það hefði mátt orða það betur. Fólk geti nýtt sér leigubíla utan þjónustutíma.
287% munur á húshitunarkostnaði heimila
Mikill munur er á orkukostnaði á landinu. Meiri munur er á húshitunarkostnaði en raforkukostnaði. Sé miðað við 140 fermetra einbýlishús sem er 350 rúmmetrar er húshitunarkostnaðurinn á ári rúmlega 47 þúsund krónur á Seltjarnarnesi, eða tæplega 4.000 krónur á mánuði, og sá hæsti rúmlega 182 þúsund krónur á ári, eða rúmlega 15.000 krónur á mánuði, á orkuveitusvæði RARIK og Orkubús Vestfjarða í dreifbýli. Það er 287 prósenta munur.
14.12.2016 - 14:55