Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 27. mars 2017
Aðgengilegt á vef til 10. apríl 2017

Jörðin - Planet Earth II(1 af 6)

Önnur þáttaröð af þessum geysivinsæla breska heimildarmyndaflokki með Sir David Attenborough þar sem brugðið er upp svipmyndum af Jörðinni, náttúru hennar og dýrarlífi í áður óséðum gæðum. Áhorfendur eru teknir með í stórkostlegt ferðalag um Jörðina á öllum árstíðum og þeim eru sýnd undur hennar í allri sinni dýrð, meðal annars hrikaleg fjöll og gljúfur, hellar og eyðimerkur og hugað að erfiðri lífsbaráttu sjaldséðra dýra sem oft á tíðum verða að bjarga sér við afar óblíðar aðstæður. Þáttaröðin er talsett með íslensku tali en textaða útgáfu má finna á RÚV2.