Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 6. nóvember 2016
Aðgengilegt á vef til 4. febrúar 2017

Íslenskar sjónvarpsmyndir: Djákninn

Sjónvarpsmynd frá 1988. Myndin er byggð á hinni þekktu þjóðsögu um Djáknann á Myrká. Hér er um að ræða nútímamynd sem gerist í Reykjavík, þó eiga persónur og atburðarásin sjálf sér beinar hliðstæður við þjóðsöguna. Aðalpersónurnar eru Dagur og Gugga, ungt og ástfangið fólk. Eitt kvöldið ætla þau saman á grímuball og þó að Dagur farist af slysförum kemur hann samt og sækir hana. Aðalhlutverk: Valdimar Örn Flygering, María Ólafsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Leikstjórn: Egill Eðvarðsson. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

12