Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. janúar 2018
Aðgengilegt á vef til 21. apríl 2018

Sunnudagssögur - Nichole Leigh Mosty og Logi Bergmann

Gestir Viktoríu Hermannsdóttur voru Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og leikskólastjóri, og Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður. Nichole talaði um æskuna í Bandaríkjunum þar sem hún fæddist og er alin upp, bróðurmissinn sem breytti öllu, hvernig það er að vera einangraður innflytjandi á Íslandi, fordómar sem innflytjendur mæta, höfnunina við að detta af þingi og hvernig hún hefði viljað klára málin sem hún var byrjuð á. Hún ræddi einnig um reynslu kvenna af erlendum uppruna af því að búa á Íslandi og sagði frá þvi að á næstu dögum munu sögur þeirra kvenna birtast undir myllumerki #metoo. Þar séu margar ófagrar sögur. Hún talaði einnig um það sem er framundan og sagði frá nýju starfi sínu. Logi Bergmann Eiðsson talaði um lífið og ferilinn. Æskuárin í gerðunum, fótboltann og handboltann, þegar hann var rekinn úr Réttó, hvernig fjölmiðlaferillinn byrjaði. Árin á RÚV, Stöð 2 og svo lögbannið sem hann hefur verið í undanfarna mánuði. Hann er á tímamótum og hefur bráðum störf á nýjum stað. Hann ræddi það skemmtilegasta við starfið og kjaftasögurnar sem hann verður ekki var við.