Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 5. febrúar 2017
Aðgengilegt á vef til 6. maí 2017

Sunnudagssögur - Unnur Skúladóttir fiskifræðingur og Bergþór F. Bjarnason

Unnur Skúladóttir fiskifræðingur og fyrrverandi starfsmaður Hafró sagði sögur frá því þegar hún stundaði sjómennsku frá unga aldri, áhuganum á náttúrunni, námsárum í Skotlandi, rannsóknum á rækju, hannyrðum og ýmsu fleiru. Foreldrar Unnar tóku ákvörðun þegar Unnur og bróðir hennar Magnús voru ung að aldri að gerast grænmetisætur sem þótti tíðindum sæta í þá daga eða fyrir miðja síðustu öld. Unnur hefur hjólað til og frá vinnu í fjölda ára, ræktar grænmeti í garðinum og gefur fuglunum. Bergþór Bjarnason sagði frá því þegar hann ákvað að fara til Frakklands eftir stúdentspróf og nám í Háskóla Íslands. Hann sagði frá störfum sínum þar í landi, ástinni í lífi sínu Oliver og því hvernig þeir kynntust. Einnig ræddi hann stjórnmál í Frakklandi, hryðjuverk liðinna ára og fjöldamorðin sem framin voru í Nice sl. sumar í kjölfar evrópumóts karla í knattspyrnu og hvernig lífið hefur breyst eftir það.