Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 19. október 2015
Aðgengilegt á vef til 17. janúar 2016

Morgunútvarpið - "Fjárfestingar án hafta", hvernig leitar Landsbjörg af fólki

Norðanreisa Hrafnhildar hélt áfram, í þetta skiptið heimsótti hún hvalaskoðunarfyrirtæki á Dalvík og ræddi við eigandann, Frey Antonsson. Næst á dagskrá var íþróttaspjallið sem að þessu sinni var í höndum Einars Arnar Jónssonar. „Fjárfestingar án hafta“ er yfirskrift málþings á VÍB sem fram fer á morgun. Þar verður leitað svara við spurningunni hvernig eigum við að fjárfesta þegar höftum verður aflétt? Kjartan Smári Höskuldsson, forstöðumaður Ráðgjafar og þjónustu VÍB, einn fyrirlesara leit við og daðraði við svarið. Leitað hefur verið að Herði Björnssyni síðustu daga, og er aðgerðin umfangsmikil og tímafrek. En hvernig er slík leit skipulögð og hver er aðkoma almennings? Við ræddum málið við Guðbrand Örn Arnarsson, sem haldið hefur utan um leitina hjá Landsbjörg. Glúten jaðrar við að vera blótsyrði í hugum margra sem umhugað er um heilsu sína og mataræði. En er það svo slæmt? Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir ráðgjafi og næringalæknisfræðinemi við Oxfordháskóla leiddi okkur í allan sannleika um kosti og galla glútens. Næstur var pistill Freys Eyjólfssonar og rúsínan í pylsuendanum var svo Airwaves hátíðin sem nálgast óðfluga. Miðar á hátíðina rjúka út, lundabúðir birgja sig upp og íbúðir í miðbænum hrúgast inn á Airbnb. Grímur Atlason leit við og lýsti stöðu mála í undirbúningi hátíðarinnar.