Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 12. nóvember 2017
Aðgengilegt á vef til 13. febrúar 2018

Samtal - Sverrir Jakobsson

um byltingu. Rússneska byltingin er einn þeirra stóratburða sem mótuðu 20. öldina. Þótt kommúnistastjórnir hafi hrunið ein af annarri í lok níunda og upphafi tíunda áratugarins, eru áhrif byltingarinnar á pólítska þróun, samfélagsskilning, menningu og kjarabaráttu varanleg. Byltingin setti ekki aðeins mark sitt á þau samfélög sem lutu stjórn kommúnistaflokka um lengri eða skemmri tíma heldur einnig á þróuð samfélög vestur Evrópu. Rætt er um bein og óbein áhrif rússnesku byltingarinnar á samfélagið og um leið á fyrirbærið byltingu almennt, og hvernig hugmyndin um að byltingar séu nauðsynlegar eða óhjákvæmilegar hefur skotið rótum langt út fyrir hugmyndaheim kommúnismans. Umsjón: Ævar Kjartansson og Jón Ólafsson.