Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 20. febrúar 2016
Aðgengilegt á vef til 20. maí 2016

Orð um bækur - Orð um Helgu, Helgu og Guðrúnu

Umsjónarmaður flettir þremur ljóðabókum sem komu út 2015, eftir konur sem fæddust á 19. öldinni, konur sem ekki lifðu til að sjá ljóð sín útgefin í eigin riti. Helga Pálsdóttir á Grjótá fæddist 1877, var vinnukona alla sína tíð, giftist aldrei og eignaðist engin börn. Helga Sigurðardóttir frá Malarási fæddist 1896, var húsfreyja í Öræfum en dreymdi um framandi staði. Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi fæddist 1893, var athafnakona í Reykjavík og ritstýrði sínu eigin tímariti í hartnær 30 ár. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.