Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 29. mars 2017
Aðgengilegt á vef til 27. júní 2017

Morgunvaktin - Leyndardómar heilans

Morgunvaktin hófst á fréttaspjalli. Svíar tilkynntu í gær að gæslan og vegabréfaskoðunin á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar haldi áfram, að minnsta kosti út sumarið. Hjá dönskum fyrirtækjum gæti vaxandi óánægju með gæsluna og tíunda hvert fyrirtæki í Danmörku verður fyrir miklum óþægindum vegna gæslunnar. Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá þessu og fleiru. Homo sapiens sapiens, nútímamaðurinn, hinn hugsandi maður, já, þessi tegund sem við erum af er skilgreind út frá hugsuninni. Og það er þetta líffæri, heilinn, innan höfuðskeljarinnar sem hefur þetta hlutverk. En skilgreinir hugsunin manninn? Þeirri spurningu verður varpað fram á fræðslufundi sem Íslensk erfðagreining hefur boðað síðdegis. Forstjórinn, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, talaði um heilann og rannsóknir á sjúkdómum sem honum tengjast og leiðum til lækninga, t.d. á alzheimer. Eftir átta sagði Vera Illugadóttir frá leitinni af Tasmaníutígrinum eða pokaúlfinum. Talið var að dýrið væri útdautt en nú eru vísbendingar um að þau fyrirfinnist enn á Tasmaníu og á ástralska meginlandinu. Stian Mevik og félagar fluttu lagið First song. Frá því í sumar hafa orkufyrirtæki, sveitarfélög og fleiri unnið að því að bæta nýtingu orkuauðlinda og stuðla að nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi-eystra. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri verkefnisins Eims, var gestur Ágústs Ólafssonar á Akureyri og ræddi möguleikana.